top of page
jonbjarna.jpg
images.jpg

Skálholtskirkja er opin alla daga kl. 9 til 18. Kirkjuverðir taka á móti gestum yfir sumarmánuðina. 

Jafnan er messað alla sunnudaga kl. 11:00 eða 14:00 og á hátíðum. Morgunbænir eru kl. 9 flesta virka daga.

Sóknarprestur er sr.  Axel Á Njarðvík.

Fjölbreyttir viðburðir eru í Skálholti árið um kring. Fastir liðir eru Skálholtshátíð og Sumartónleikar í Skálholti, en auk þeirra er boðið upp á tónleika, málþing, fyrirlestra, fræðslugöngur og fleira.  Hægt er að bóka leiðsögn fyrir hópa um Skálholtsstað árið um kring þar sem farið er yfir sögu staðarins.

Skálholt er einn mesti sögustaður Íslands og biskupssetur síðan 1056. Í kjallara kirkjunnar er sýning með gripum og sögubrotum. Hægt er að bóka stutta og langa staðarskoðun fyrir hópa og einstaklinga allt árið með leiðsögn um kirkjuna, sýninguna og sögustaði í Skálholti.

Næstu viðburðir og skráning

  • Föstumessur í Mosfellskirkju - alla miðvikudaga kl 20:00
    Föstumessur í Mosfellskirkju - alla miðvikudaga kl 20:00
    Multiple Dates
    49GW+MJG, 805, Iceland
    49GW+MJG, 805, Iceland
    49GW+MJG, 805, Iceland
    Alla miðvikudaga frá Öskudegi og fram að páskum verða föstumessur í Mosfellskirkju. Messurnar hefjast kl 20:00 og standa í um klukkustund. Sr. Axel Árnason Njarðvík sóknarprestur Skálholtsprestakall sér um helgihaldið.
    Share
  • „Gef þú oss þinn gæskufrið“ - Sálmabækur 16. aldar á vígsludegi Marteins Einarssonar
    „Gef þú oss þinn gæskufrið“ - Sálmabækur 16. aldar á vígsludegi Marteins Einarssonar
    Skálholtsdómkirkja
    Skálholtsdómkirkja, Skálholt, 806, Selfoss, Iceland
    Skálholtsdómkirkja, Skálholt, 806, Selfoss, Iceland
    Útgáfumálþing vegna nýrrar útgáfu sálmabóka 16. aldar. Erindi og söngur. Handbækur og sálmar Marteins Einarssonar og Gísla Jónssonar, Skálholtsbiskupa, og Guðbrandar Þorlákssonar, Hólabiskups. Málþingið er á vegum Skálholtsfélagsins hin nýja. Minning dr. Karls biskups Sigurbjörnssonar heiðruð.
    Share
  • Kyrrðardagar á aðventu 6.- 8. des. "Ég opna hlið míns hjarta þér."
    Kyrrðardagar á aðventu 6.- 8. des. "Ég opna hlið míns hjarta þér."
    Skálholtsdómkirkja, Skálholtsbúðir
    Skálholtsdómkirkja, Skálholtsbúðir, Skálholt, 806 Selfoss, Iceland
    Skálholtsdómkirkja, Skálholtsbúðir, Skálholt, 806 Selfoss, Iceland
    Kyrrðardagar við upphaf aðventu. Hefst föstudagskvöldið 6. des. á Nikulásarmessu og endar með aðventumessu 8. des. "Að opna hlið hjartans" er sótt í sálm Helga Hálfdánarsonar "Gjör dyrnar breiðar hliðið hátt." Heilnæmur inngangur jóla. Fastað uppá hvítt, helgihald, íhugun, útivera og heilög kyrrð.
    Share
bottom of page