Aðventan í Skálholti

Advent2012Aðventutónleikar 8. desember kl.15:00 Fjórða árið í röð i munu kirkjukórar uppsveita Árnessýslu koma saman og syngja fallega og hátíðlega  jólatónlist. Rúmlega 80 manns eru í kórnum og stjórnendur eru Jón Bjarnason, Stefán Þorleifsson og Þorbjörg Jóhannsdóttir. Einsöng syngja Þóra Gylfadóttir,  Helga Kolbeinsdóttir. Einnig syngja þær þrísöng ásamt  Aðalheiði Helgadóttur. Þær eru allar úr röðum kórfélga.

Aðventukvöld 16. desember kl.20:30 Skálholtskórinn ásamt börnum úr Grunnskóla Bláskógarbyggðar syngja. Ræðumaður verður Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu. Prestur: sr. Egill Hallgrímsson. Organisti: Jón Bjarnason.