Á döfinni

“Af jörðu ertu kominn…” – Umhverfisþing í Skálholti 10. nóvember

Skálholtsskóli og Skálholtsstaður standa fyrir málþingi um umhverfismál í Skálholti 10. nóvember n.k. undir yfirskriftinni “Af jörðu ertu kominn…”. Tilefnið er loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna sem haldin verður í París í desembermánuði en einnig umburðarbréf Frans páfa Laudato si þar sem hann gerir loftslagsbreytingar að umfjöllunarefni og nefnir stærsta siðferðismál samtímans. Um leið er vilji að…

Lotz-tríóið í Skálholti

Í dag, föstudaginn 16. október munu Tríó Lotz, bassetthornleikarar frá Slóvakíu og Austurríki spila í Skálholtskirkju að loknum kvöldbænum klukkan 18.15. Aðgangur ókeypis.  

Meðvirkninámskeið

Dagana 20 til 24. janúar 2014 verður boðið upp á ellefta námskeiðið í Skálholti um meðvirkni. Óhætt er að fullyrða að þessi námskeið hafi vakið mikla athygli og hefur þátttakan verið afburðagóð.
Leiðbeinendur eru séra Anna Sigríður Pálsdóttir prestur í Dómkirkjunni, Percy B. Stefánsson, Ragnhildur Birna Hauksdóttir og Edda Guðmundsdóttir frá Lausninni.
Námskeiðið hefst kl. 10.00 á mánudegi og því lýkur um

Kristið kyrrðarstarf – samvera 2015

Á ráðstefnu um kyrrðarstarf í Neskirkju síðastliðið haust kom fram áhugi á að halda samtalinu sem þar hófst áfram. Nú er boðið til samveru og samræðu um kristið kyrrðarstarf í Skálholti 16.-17. október n.k.
Rætt verður um samstarf og samskiptavettvang þeirra

The King’s Singers | Skálholt

Þann 17. september n.k verður einstakur tónlistarviðburður í Skálholtskirkju þegar hinn óviðjafnanlegi breski sönghópur, The King’s Singers heldur tónleika í kirkjunni. Hópurinn á sér aðdáendur um allan heim enda eru The King’s Singers á ferð og flugi til

Fyrsta Organistastefna þjóðkirkjunnar

Öllum organistum og stjórnendur barnakóra við kirkjur er boðið til Organistastefnu í Skálholti dagana 18. – 19. september nk. Organistastefnu er ætlað að þjóna svipuðum tilgangi og Prestastefna; að tónlistarfólk sem starfar við kirkjur geti eflt tengsl og félagsanda og kynnt sér efni sem nýtist í starfi þeirra.

Skálholtshátíð 18. -19. júlí:

Dagskrá hátíðarinnar hefst kl. 10 á laugardaginn með málþingi í Skálholtsskóla um Ragnheiði Brynjólfsdóttur en þar flytja erindi Hildur Hákonardóttir listakona, Jón Sigurðsson formaður Skálholtsfélags hins nýja og Sólveg Anna Bóasdóttir, prófessor.

Minnismerki um Ragnheiði á Skálholtshátíð

Skálholtshátíð verður haldin helgina 18.-19. júlí n.k. Að þessu sinni ber hæst að vígt verður minningarmark um Ragnheiði Brynjólfsdóttur og fjölskyldu hennar  og málþing haldið um hana á laugardeginum. Á sunnudag verður svo áherslan á 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags en sýndar verða nokkrar fágætar biblíur úr bókasafni Skálholts, þ.á.m. tvær Guðbrandsbiblíur. Þá koma…

Pílagrímaganga

Pílagrímagöngur eru hluti af hinum kristna menningararfi. Þeir sem ferðast til heilagra staða eru kallaðir pílagrímar. Þetta orð er komið úr miðaldalatínu (pelegrinus) en á rætur í klassískri latínu (peregrinus, útlendingur). Slíkar göngur eru

MEÐVIRKNINÁMSKEIÐ

Dagana 17 til 21. ágúst 2015 verður boðið upp á sekstánda námskeiðið í Skálholti um meðvirkni. Óhætt er að fullyrða að þessi námskeið hafi vakið mikla athygli og hefur þátttakan verið afburðagóð. Námskeiðið hefst kl. 10.00 á mánudegi og því lýkur

Þrestir í Skálholti

Undanfarin ár hafa Þrestir lokið söngári með tónleikum í Skálholti. Þar hafa þeir opið hús og njóta þess að syngja í hljómfegurstu og fallegustu kirkju landsins. Gestir og gangandi, heimamenn og ferðamenn, allir fá í eyru eitthvað við sitt hæfi. Auk hefðbundinna karlakórslaga