Á döfinni

Tónleikar á Skálholtshátíð – Bach og Lúther

Á Skálholtshátíð n.k. laugardag 22. júlí kl. 16 mætast þeir Bach og Lúther ef svo má segja en verður flutt kantata nr. 126 “Erhalt uns Herr bei deinem Wort”.eftir J.S.Bach við texta Marteins Lúther. Flytjendur eru Skálholtskórinn, Bachsveitin í Skálholti, Hildigunnur Einarsdóttir, alt, Benedikt Kristjánsson, tenór og Oddur Arnþór Jónsson, bassi.Organisti og kórstjóri er Jón…

Skálholtshátíð um helgina 22. og 23. júlí – dagskrá

Hér á eftir fylgir dagskrá Skálholtshátíðar 2017. Verið velkomin í Skálholt !   Laugardagur 22.júlí 09.00 Morgunbænir í Skálholtsdómkirkju 10.00 Seminar um stöðu, framtíð og áherslur hinnar evangelisk lutersku kirkju í heiminum. Dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup, sérlegur sendifulltrúi kirkjuráðs evangelisku kirknanna í Þýskalandi (EKD) vegna siðbótarafmælisins, flytur erindi og stýrir seminarinu, sem…

Skálholtshátíð 2017 – 500 ára siðbótarafmæli

500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð í ár. Hátíðin hefst laugardaginn 22. júlí og stendur fram á sunnudag 23. júlí. Dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup, sérlegur sendifulltrúi kirkjuráðs evangelisku kirkjunnar í Þýskalandi, EKD  er sérstakur gestur hátíðarinnar og mun leiða seminar um stöðu og framtíð evangelisk-lútersku kirkjunnar í heiminum…

Sumarkvöld í Skálholti; Hildur Hákonardóttir fjallar um listaverkin á staðnum

Skálholtsdómkirkja og Skálholtsstaður geyma ýmis listaverk og þau verða umfjöllunarefnið á næsta sumarkvöldi í Skálholti miðvikudaginn 19. júlí n.k. en þá ætlar Hildur Hákonardóttir listakona með meiru að vera með leiðsögn.  Þekktustu verkin eru altaristafla Nínu Tryggvadóttur og steindu gluggarnir eftir Gerði Helgadóttur en kirkjan sjálf og þær sem á undan henni voru verða einnig…

Miðaldakvöldverðurinn endurtekinn 27. júlí n.k. vegna mikils áhuga

Miðaldaveisla að hætti 13. aldar höfðingja í Skálholti var haldinn 23. júní s.l. og var aðsókn meiri en hægt var að sinna og urðu all-margir frá að hverfa.Þess vegna var ákveðið að bjóða upp á miðaldakvöldverð fimmtudagskvöldið 27. júlí n.k. Byrjað verður með sögustund og staðarskoðun í kirkjunni eftir kvöldtíðir kl. 18 en kvöldverðurinn sjálfur…

The Gondwana Singers, María Huld Markan og Nordic Affect á 2. viku Sumartónleika

Önnur vika Sumartónleika í Skálholti hefst með tónleikum ungmenna- og þjóðarkórs Ástarlíu The Gondwana Singers á fimmtudagskvöld þann 13. júlí klukkan 20. Kórinn flytur þar tónlist frá Ástralíu.  Um helgina, dagana 15.-16. júlí verður svo staðarstónskáldið María Huld Sigfúsdóttir Markan í sviðsljósinu ásamt Nordic Affect sem leikur forvitnilega barokktónlist og einnig ný verk m.a. eftir Maríu Huld og Höllu Steinunni Stefánsdóttur,…

Sumarkvöld í Skálholti: Sveinn Einarsson f.v. þjóðleikhússtjóri segir frá því þegar kista Páls biskups fannst

Einhver merkastir fornleifafundur Íslandssögunnar, verður umfjöllunarefnið á Sumarkvöldi í Skálholti 12. júlí n.k. en þá kemur Sveinn Einarsson f.v. Þjóðleikhússtjóri í Skálholt og segir frá því þegar kista Páls biskups Jónssonar fannst árið 1954. Það var Jökull Jakobsson, seinna rithöfundur sem fann tilhöggvinn stein 23. ágúst þetta ár á grunni tilvonandi dómkirkju. Hann ásamt  Sveini…

Pílagrímagöngur á Skálholtshátíð 2017

Skálholtshátíð í ár verður haldin helgina 22.-23. júlí 2017. Eins og undanfarin ár er pílagrímagöngur sem enda á Skálholtshátíð. Að þessu sinni verða þrjár pílagrímagöngur úr tveimur áttum, ein sem byrjar á Bæ í Borgarfirði og sameinast annarri göngu frá Þingvöllum og svo er sú þriðja þegar hafin en hófst við Strandakirkju 28. maí s.l. og…

Ljósbrot á fyrstu Sumartónleikum 2017 dagana 8.- 9. júlí

Á fyrstu Sumartónleikunum í Skálholti 2017 eru flytjendur  Sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Mörtu Halldórsdóttur og Guðný Einarsdóttir,orgelleikari. Hljómeyki flytur tvær efnisskrár; á laugardag kl. 14.00 er verkið Ljósbrot eftir John Speight á dagskrá en það var samið fyrir Sumartónleika í Skálholti og frumflutt árið 1991. Verkið er innblásið af steindum gluggum Gerðar Helgadóttur í Skálholtskirkju…

Fjórði áfangi pílagrímagöngunnar 2017

Fjórði áfangi pílagrímagöngunnar frá Strandarkirkju heim í Skálholt verður sunnudaginn 9. júlí en þá verður lagt frá Hraungerðiskirkju í Flóa til Ólafsvallakirkju á Skeiðum. Þátttakendur mæta sem fyrr á áfangastað hverrar göngu og rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar. Brottför frá Ólafsvallakirkju er kl. 9:30 stundvíslega. Ferðafélag Íslands sem heldur utan um skráningu í…

New Amsterdam Singers með tónleika laugardaginn 1. júlí

New Amsterdam Singers, blandaður kór frá New York syngur í Skálholtsdómkirkju n.k. laugardag 1. júlí kl. 16 og er aðgangur óleypis. Á efnisskránni er tónlist úr ýmsum áttum erlend sem íslensk, tónlist eftir Aron Copland, negrasálmar, og svo eftir íslensku tónskáldin Hjálmar Ragnarsson og Jórunni Viðar svo að dæmi séu tekin. Kórinn er hér á…

Gurrý í garðinum í Skálholti

„Sumarkvöld í Skálholti“ heitir dagskrá á miðvikudagskvöldum kl. 20 í Skálholti  næstu vikur.  Kennir þar margra grasa bókstaflega en 28. Júní kemur  Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur og kennir fólki að lesa „reyr, stör sem rósir vænar“ í Skálholti. Fólk fær s.k. flóruspjöld og að að keppist við að greina fjölskrúðugar plöntur staðarins. Þá segir hún nokkuð…

Meðvirkninámskeið í október

Dagana 2. -6. október 2017 verður boðið upp á tuttugasta námskeiðið í Skálholti um meðvirkni. Óhætt er að fullyrða að þessi námskeið hafi vakið mikla athygli og hefur þátttakan verið afburðagóð frá fyrsta námskeiðinu sem haldið var í nóvember 2009. Umsjón með námskeiðinu, hefur Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir auk ráðgjafa frá Lausninni. Námskeiðið hefst kl. 10.00 á…

Gloria Vivaldis í Skálholtsdómkirkju

Kór Hjallakirkju í Kópavogi undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur orgaista ásamt hljómsveitinni Cappella Nova frá Halmstad í Svíþjóð flytja kalfa úr Gloriu Vivaldis ásamt fleiri verkum á tónleikum í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 24. júní n.k. kl. 17. Aðgangur er ókeypis en för sænsku hljómsveitarinnar er styrkt af Svensk-islänska samarbetsfonden.

„Sælugaukur“ í Skálholti

Tónlistarhátíðin „Sælugaukur“ verður haldin  í Skálholti helgina 29. júní – 2. júlí. Flytjendur og tónskáld Sælugauks eru ungt tónlistarfólk sem stundar nám í Listaháskóla Íslands  og þau munu bjóða upp á veglega dagskrá þar sem lögð verður áhersla á íslenska tónlist og frumflutning nýrra verka í bland við klassík. Viðburðir hátíðarinnar eru ókeypis og opnir…