Á döfinni

Sr. Jóhanna leysir af í Skálholtsprestakalli

Nú í vetur mun sr. Jóhanna Magnúsdóttir leysa sr. Egil Hallgrímsson af sem sóknarprestur í Skálholtsprestakalli. Sr. Jóhanna starfaði áður sem prestur á Sólheimum í Grímsnesi. Hún hefur einnig fjölbreytilega starfsreynslu að baki m.a. sem kennari og námskeiðahaldari og er hún boðin velkomin til starfa hér í Skálholti.

Fjölbreytilegir kyrrðardagar í vetur

  Nú í vetur  býður Skálholtsskóli upp á fjölbreytilegar kyrrðardaga sem hafa það að markmiði að rækta mennskuna og næra andlegt líf og trú. Kyrrðardagar hafa áunnið sér sterka hefð hér í Skálholti en þeir hafa verið haldnir allt frá árinu 1989. Til að byrja með voru þeir í umsjón Sigurbjörns Einarssonar biskups. Kyrrðardagar vetrarins…

Messa í Skálholtsdómkirkju 16. október klukkan 11:00

Messað verður í Skálholtsdómkirkju sunnudag 16. okóber  kl. 11:00.  Sr.  Jóhanna Magnúsdóttir,  prédikar og þjónar fyrir altari.  Organisti er Jón Bjarnason.  Ath!  Kvennakórinn Vox Feminae  syngur við messu!  Spurning dagsins:   Þurfum við tákn og stórmerki til að trúa? .. Eigum saman góða stund í bæn, söng og samveru.  

Kammerkór Seltjarnarneskirkju – tónleikar í Skálholtskirkju laugardaginn 8. október

Kammerkór Seltjarnarneskirkju verður með tónleika í Skálholtskirkju laugardaginn 8. október Á tónleikunum mun kórinn flytja ýmis acappela verk en einnig njóta góðs af orgelleik Jóns Bjarnasonar organista Skálholtskirkju. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson Verkin sem flutt verða eru: Ég byrja reisu mín: ísl. Þjóðlag / Hallgrímur Pétursson Gegnum Jesú helgast hjarta: Ísl. Þjóðlag / Hallgrímur…

Messa í Skálholtsdómkirkju sunnudag 2. október kl. 11:00

Messa í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 2. október kl. 11:00,  sr. Jóhanna Magnúsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari,  organisti Jón Bjarnason.    Einnig minnum við á barnastarf prestakallsins sem er í boði alla laugardaga klukkan 11:00 – í umsjón Bergþóru Ragnarsdóttur,  djáknakandídats. Guðspjall dagsins er úr 9. kafla Matteusarguðspjalls, – þar sem Jesús segir við lama mann…

“Að ganga með sjálfum sér” Kyrrðardagar pílagríma 27.– 30. október

Kyrrðardagar pílagríma 27. -30. októberStef pílagrímsins verða í brennidepli á Pílagrímadögum í Skálholti 27.-30. október n.k. Lögð er áhersla á útivist og göngur út frá staðnum, hollustu í mataræði, jóga, slökun og kyrrðarstundir – að ganga með sjálfum sér og að ganga með öðrum. Stundum í kyrrð – stundum í samtali. Skemmst er að minnast…

Messa sunnudag 25. september klukkan 11:00

Skálholtsdómkirkja. Messa sunnudag 25. september  kl. 11.00 sem er 18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir,  prédikar og þjónar fyrir altari.  Konur sem sækja kyrrðardaga kvenna í Skálholti munu lesa ritningarlestra.   Organisti er Jón Bjarnason. Guðspjall dagsins er úr 12. kafla Markúsarguðspjalls,  en þar stendur m.a. að Jesús hafi svarað þegar hann var spurður…

Organistastefna 2016

Önnur organistastefnan verður haldin í Skálholti 18.-19. september n.k. og er ætluð öllum þeim sem starfa að kirkjutónlist, organistum, kórstjórum og öðrum tónlistarmönnum. Að þessu sinni verður sérstakur gestur Paul Phoenix  en hann er fyrrverandi tenór the King´s Singers og stofnandi Purple Vocals. Hann mun vinna með þátttakendum, auk þess sem vinna við nýja sálmabók…

Messa sunnudag 11. september klukkan 11:00

Skálholtsdómkirkja. Messa sunnudag 11. september  kl. 11.00. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir, sóknarprestur * prédikar og þjónar fyrir altari.  Organisti er Jón Bjarnason. Verum öll hjartanlega velkomin!  Ath!  sr. Jóhanna Magnúsdóttir er að leysa sr. Egil Hallgrímsson af í námsleyfi. Sjá nánari upplýsingar á tímabundinni HEIMASÍÐU Skálholtsprestakalls,

Prédikunarseminar í Skálholti 25.-26. október 2016

Tilkynning og dagskrá Prédikunarseminar verður haldið í Skálholti 25.-26. október 2016. Að þessu sinni verður seminarið haldið á vegum Skálholtsskóla en með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Fyrirlesari verður dr. Wilfried Engemann, prófessor við guðfræðideild Vínarháskóla, sem okkur er að góðu kunnur.  Umsjón með námskeiðinu hefur dr. theol. Gunnar Kristjánsson prófastur emeritus. Prédikað…

Messa sunnudag 28. ágúst kl. 11.00.

Skálholtsdómkirkja. Messa sunnudag 28. ágúst kl. 11.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. Allir eru velkomnir. www.Skalholtsprestakall.is 

Messa kl. 11.00 þann 21. ágúst.

Skálholtsdómkirkja. Messa sunnudaginn 21. ágúst kl. 11.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason www.Skalholtsprestakall.is