Á döfinni

Helgileikur í Skálholtsdómkirkju fimmtudaginn 15. desember

Hinn árlegi helgileikur barna í 1. – 4. Bekk í Bláskógaskóla í Reykholti og Laugarvatni verður Hinn árlegi helgileikur barna í 1. – 4. Bekk í Bláskógaskóla í Reykholti og Laugarvatni verður kl.15:00 á . Þetta er áratuga samstarf milli Grunnskólans í Reykholti og nýlega bættist Laugarvatn við. Umsjón með helgileiknum hafa kennarar barnana í…

Kyrrðardagar á vormisseri 2017

Kyrrðardagar f. guðfræði- og djáknanema    27-29 janúar Umsjón:  Sr. Halldór Reynisson, Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni og sr. Þorvaldur Víðisson Kyrrðardagar fyrir konur 9. – 12. mars Kyrrðardagar kvenna eru samvera fyrir konur, sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og friði. Umhverfi Skálholts býður upp á hvíld, kyrrða, næði og næringu fyrir líkama sál og…

Sunnudagur 11. desember – messa og aðventukvöld í Skálholtsdómkirkju

Messa í Skálholtsdómkirkju, sunnudaginn 11. desember,  þriðja sunnudag í aðventu,  kl. 11:00. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.  Kveikt á Hirðakertinu.   Organisti er Jón Bjarnason. Aðventukvöld í Skálholtsdómkirkju, sunnudag kl. 11. desember kl. 20:30. Ræðumaður forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson. Skálholtskór og börn úr Bláskógaskóla syngja. Sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Jóhanna…

Jólin í skugga áfalla og sorgar – samvera í Skálholtsskóla

 Samvera verður í Skálholtsskóla mánudaginn 12. desember kl. 20 þar sem fjallað verður um það erfiða hlutskipti sem það jafnan er að halda jól eftir áföll og missi. Samverunni stjórna þau sr. Jóhanna Magnúsdóttir starfandi sóknarprestur í Skálholtsprestakalli og sr. Halldór Reynisson starfandi rektor Skálholtsskóla en þau hafa bæði mikla reynslu af að vinna með…

Þrettándaakademían 2017 – hver eru tækifæri kirkjunnar í breyttri þjóðfélagsgerð?

Hver eru tækifæri kirkjunnar í breyttri þjóðfélagsgerð? Hin árlega Þrettándaakademía verður haldin í Skálholti dagana 3. – 5. janúar n.k. Að þessu sinni munu þrír fyrirlesarar fjalla um eitt og annað er varðar stöðu kristni og kirkju í samtímanum, auk þess sem boðið verður upp á lítúrgískar æfingar. Það er Prestafélag Íslands sem heldur Þrettándaakademíuna…

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 sunnudag 27. nóvember 2016

Aðventustund barnastarfs,  verður haldin í Skálholtsdómkirkju, fyrsta sunnudag í aðventu kl. 11:00 í umsjón Bergþóru Ragnarsdóttur djáknakandídats.  Sr. Jóhanna Magnúsdóttir sér um prestsþjónustu og Jón Bjarnason spilar á orgel.  Börn úr Bláskógaskóla í Reykholti  syngja undir stjórn Heklu Hrannar Pálsdóttur.   Fermingarbörn lesa fróðleik um aðventuna. Verum öll hjartanlega velkomin!    

Tónlistarveisla í Skálholtsdómkirkju á aðventu 2016

  Það verður sannkölluð veisla á aðventunni í Skálholti þegar kemur að tónleikum og aðventusamkomum. Sunnudaginn 27. nóvember sem er 1. sunnudagur í aðventu verður fjölskyldumessa kl. 11:00  þar sem árleg aðventuhátíð barnastarfsins í Skálholtsprestakalli sér um messuna. Umsjón Bergþóra Ragnarsdóttir djáknakandídat. Organisti: Jón Bjarnason og sr. Jóhanna Magnúsdóttir sér um prestþjónustu. Laugardaginn 3. desember…

Messa í Skálholtsdómkirkju, 20. nóvember kl. 11:00

Messa verður í Skálholtsdómkirkju,  20. nóvember kl. 11:00 Sr.  Jóhanna Magnúsdóttir,  prédikar og þjónar fyrir altari. Linda Ledergerber syngur einsöng.  Organisti er Jón Bjarnason. Prédikað verður út frá texta í Matteusarguðspjalli: Höfum  við séð Jesú hungraðan eða þyrstan, gestkomandi eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum honum ekki? …     Verið öll hjartanlega…

Ró á aðventu – Kyrrðardagar í Skálholti 9. -11. desember 2016

Ró á aðventu nefnast kyrrðardagar í Skálholti helgina 9. – 11. desember þar sem lögð verður áhersla á að upplifa aðventuna og jólin í ró án þess að láta streitu og kvíða ná tökum á jólaundirbúningnum. Þá munum við kynnast nokkrum perlum aðventutónlistar á tónleikum og samverustundum í Skálholtsdómkirkju. Þessir kyrrðardagar eru ekki í þögn…

Minningarhátíð um Jón Arason biskup 7. nóvember

 Þess verður minnst í Skálholti mánudaginn 7. nóvember n.k. að þann dag árið 1550 var Jón Arason biskup á Hólum líflátinn ásamt sonum sínum tveimur.Að þessu sinni verður dagskráin með eftirfarandi sniði:  Kl. 17 verður dagskrá til minningar um Jón Arason í Skálholtsdómkirkju. Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar og Bjarni Harðarson fjallar um aftöku…

Opið hús í Skálholti miðvikudaginn 2. nóvember

Eldri borgurum í uppsveitum Árnessýslu er boðið í opið hús í Skálholti miðvikudaginn 2. nóvember kl. 14 – 16. Við munum segja sögur af fólki á staðnum; – af syndurum og helgum mönnum, rölta um skólann og skoða listaverk og merkar bækur, heimsækja minnisvarða um Jón Arason og Ragnheiði Brynjólfsdóttur ef veður leyfir og horfa…

Messa í Skálholtsdómkirkju sunnudag 23. október kl. 11:00

Fyrirgefningarmessa verður í Skálholtsdómkirkju sunnudag 23. október kl. 11:00.   Sr. Jóhanna Magnúsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.   Organisti er Jón Bjarnason. Verið hjartanlega velkomin! Guðspjall dagsins fjallar m.a. um fyrirgefninguna – og hvað gerist þegar við fyrirgefum ekki.  Fyrir hvern er fyrirgefningin í raun og veru? –