Fréttir

Viðgerð á gluggum Skálholtsdómkirkju hafin

Í morgun luku starfsmenn Oidtmann glerverkstæðisins í Þýskalandi við að taka fimm glugga úr Skálholtsdómkirkju og pakka þeim inn í sérstakan gám sem verður sendur til Þýskalands á næstu dögum. Þar með er langþráð viðgerð þessara merku glugga Gerðar Helgadóttur hafin. Verkið var unnið undir stjórn Stefan Oidtmann en hann er núverandi eigandi þessa rótgróna…

Lætur af störfum sem vígslubiskup – en þjónar áfram

Séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti lét af störfum, sökum aldurs, á siðbótardaginn 31. október s.l. en mun þó þjóna áfram uns ný vígslubiskup tekur til starfa. Hann lauk sínum störfum formlega með því að prédika við messu í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 29. október s.l. en á eftir bauð stjórn Skálholts  kirkjugestum til hádegishressingar í…

Tónleikar á minningardegi um Jón Arason

Á minningardegi um Jón Arason biskup 7. nóvember kl. 20.00, flytja kirkjukórar Suðurprófasdæmis árlega tónleikadagskrá. Í þetta sinn í Hveragerðiskirkju þar sem fimm steindir gluggar Skálholtskirkju verða teknir niður þennan dag og sendir til Þýskalands í viðgerð. 6 kórar, alls rúmlega 100 söngvarar flytja fjölbreytta kirkjutónlist. Þetta eru Kór Hveragerðiskirkju, Kór Þorlákskirkju, Kór Selfosskirkju, Kór…

Aðventan í slökun og kyrrð – Kyrrðardagar 1. – 3. desember

Slökun og kyrrð  eru leiðarstef þessara Kyrrðardaga þar sem lagt er upp með að ganga inn í aðventuna og jólin án þess að láta streitu og kvíða ná tökum á jólaundirbúningnum. Um leið upplifum við upphaf aðventunnar í helgihaldi og þeirri fallegu tónlist sem mótar þennan árstíma. Kyrrðardagarnir hefjast föstudaginn 1. desember og eru fram…

Hádegistónleikar í Skálholtsdómkirkju miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga í nóvember

Jón Bjarnason dómorganisti heldur orgeltónleika í hádeginu þrisvar sinnum í viku í nóvember. Tónleikarnir eru um það bil 30 mínútur. Hægt verður að kaupa sér léttan hádegisverð í Skálholtsskóla að loknum tónleikum. Fyrstu tónleikarnir verða miðvikudaginn 1. nóvember klukkan 12:00 og verða svo miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga út mánuðinn alltaf klukkan 12:00-12:30. Markmið tónleikanna er…

Kyrrðardagar vetrarins í Skálholti

Nú í vetur eins og undanfarin ár eru margvíslegir og ólíkir kyrrðardagar haldnir í Skálholti. Nú í haust voru haldnir kyrrðardagar kvenna. Þessir dagar verða í vetur:   Að ganga með sjálfum sér“ Pílagrímadagar 6. – 8. október Stef pílagrímsins verða í brennidepli á Pílagrímadögum í Skálholti 6. – 8. október n.k. Lögð er áhersla…

Gróðursett í minningarlundi um látin börn

Faðmlagshópurinn en það er hópur foreldra sem misst hafa barn gróðursetti 2. september s.l. birkiplöntur í minningarlundi í skógaræktarlandi Skálholts. Hópurinn sem varð til innan vébanda Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í því skyni að aðstoða fólk við að takast á við þá erfiðu sorg að missa barn. Eftir að starfi innan Nýrrar…

„Að ganga með sjálfum sér“ Pílagrímadagar 6. – 8. október

Stef pílagrímsins verða í brennidepli á Pílagrímadögum í Skálholti 6. – 8. október n.k. Lögð er áhersla á útivist og göngur út frá staðnum, hollustu í mataræði, slökun og kyrrðarstundir – að ganga með sjálfum sér og að ganga með öðrum. Þessir dagar pílagrímsins eru ekki í þögn nema á skilgreindum tímum. Leiðbeinendur Þau sem…

Rússneskar perlur í Skálholtsdómkirkju

Rússneskar perlur nefnist tónlistardagskrá sem flutt veðrur í Skálholtsdómkirkju þriðjudagskvöldið 12. september kl.20. Flytjendur eru Vladimir Gerts – bassi, Alexandra Chernyshova – sópran og Elina Valieva – píanó. Efnisskráin inniheldur rómönsur og sönglög eftir rússnesk tónskáld – þekktar rússneskar perlur eins og “Nochnoy Zephyr” eftir A. Dargomyzhsky, “Bloha” eftir M. Mussorgsky, “Sirjen” eftir S. Rachmaninov,…

Opinn miðaldakvöldverður n.k. laugardagskvöld 2. september

Miðaldaveislur að hætti 13. aldar höfðingja í Skálholti hafa verið haldnar nokkrum sinnum í sumar  og hefur aðsókn verið góð og stundum meiri en hægt var að sinna. N.k. laugardagskvöld 2. september verður enn boðið upp á opinn miðaldakvöldverð fyrir áhugasama. Byrjað verður með sögustund og staðarskoðun í kirkjunni eftir kvöldtíðir kl. 18 en kvöldverðurinn…

Kyrrðardagar fyrir konur í Skálholti 21.-24. september

Kyrrðardagar kvenna eru samvera fyrir konur, sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og friði. Umhverfi Skálholts býður upp á hvíld, kyrrð, næði og næringu fyrir líkama sál og anda. Kyrrðardagar kvenna hefjast á fimmtudeginum 21. september kl.18:00 og þeim lýkur með þátttöku í messu  sunnudag 24. september kl. 11. Hér á eftir er rafrænt…

Kirkjuskipan Kristjáns III. og upphaf siðbreytingar á Íslandi – Málþing í Skálholti 2. september

Annan september 1537 undirritaði Kristján III. Danakonungur nýja kirkjuskipan. Með þeim gjörningi staðfestist að til var orðin ný kirkja sem tók við af hinni rómversk kaþólsku kirkju í öllum hans löndum og hertogadæmum. Af þessu tilefni hefur verið ákveðið að halda málþing um kirkjuskipanina og upphaf siðbreytingarinnar á Íslandi í Skálholti  hinn 2. september 2017.…

Ungir norrænir tónsmiðir í Skálholti

Ungir tónsmiðir frá Norðurlöndunum verða með tónleika í Skálholtsdómkirkju miðvikudaginn 16. ágúst kl. 16 og flytja þar sínar tónsmíðar. Aðgangur er ókeypis. Þessir tónleikar eru hluti af hinni árlegu tónlistarhátíð Ung Nordisk Musik sem stendur yfir á Íslandi 14. – 19.ágúst. Yfirskrift hátíðinnar verður að þessu sinni Music and Space, en alls taka 35 tónskáld…

Kirkjan í kviku samfélagsins- málþing 22. og 23. ágúst 2017

Dagana 22. og 23. ágúst n.k. verður haldið málþing í Skálholti undir yfirskriftinni “Kirkjan í kviku samfélagsins”. Málþingið er haldið á vegum vígslubiskups í Skálholti og er hluti af dagskrá Skálholts í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar. Markmið málþingsins er að bjóða upp á fyrirlestra og samtal um skilning þjóðkirkjunnar á stöðu sinni, hlutverki…

HELGUHELGI á Sumartónleikum um Verslunarmannahelgina

Tónleikhaldið um verslunarmannahelgina er tileinkað minningu Helgu Ingólfsdóttur semballeikara og stofnanda Sumartónleikanna, sem hefði orðið sjötíu og fimm ára á þessu ári. Helga lést fyrir aldur fram árið 2009. Þetta er jafnframt síðasta helgin hjá Sumartónleikum í Skálholti á þessu sumri. Fyrstu tónleikar vikunnar verða haldnir á fimmtudagskvöldið 3. ágúst klukkan 20. Þá flytja fjórir…