Fréttir

Góðir dagar með McGrath

Á fimmtudag kvaddi dr. Alister E. McGrath prófessor frá Oxford eftir fjögurra daga heimsókn á Íslandi. Óhætt er að fullyrða að heimsóknin hafi heppnast í alla staði vel, enda fékk hann góðar móttökur hvar sem hann kom.

Ráðstefna um Hammúrabí-lögin

Í byrjun október nk. munu nokkrir helstu sérfræðingar á sviði akkadískrar löggjafar til forna koma saman í Skálholti til að ræða Hammúrabí-lögin, merkingu þeirra og áhrif. Þessi lagabálkur er kenndur við Hammúrabí (1795-1750 f.Kr.) konung í Babýlon í Mesopótamíu (núv. Írak).

Þar sem söngurinn ómar!

Á sunnudag lauk í Skálholti námskeiði á vegum söngmálastjóra fyrir barnakórstjórnendur undir leiðsögn Þórunnar Björnsdóttur og Jóns Stefánssonar.

Fjölmenn ráðstefna

Um síðustu helgi lauk í Skálholti fjölmennri norrænni kvennaráðstefnu. Um var að ræða samkirkjulega ráðstefnu með þátttöku fulltrúa ólíkra kirkjudeilda á Norðurlöndum.

Telemann og tónlist á Íslandi

Laugardaginn 23. ágúst nk. halda þær stöllur Elva Rún Kristinsdóttir, fiðluleikari og Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari tvenna tónleika í Skálholtsdómkirkju kl. 12.00 og 14.00.

Guð minn, ljúk upp gleðihliðum

Í kvöld verða haldnir minningartónleikar um séra Guðmund Óla Ólafsson í Skálholtsdómkirkju kl. 20.00. Bachsveitin í Skálholti flytur tónlist eftir Johann Sebastian Bach undir stjórn Peters Spisskys.

Námskeið söngmálastjóra

Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Hörður Áskelsson, býður í samvinnu við Skálholtsskóla, Tónlistarskóla þjóðkirkjunnar, Hallgrímskirkju og fleiri aðila barnakórstjórum og organistum landsins til námskeiða í ágústmánuði.

Endurreisn fornminja

Undanfarna daga hefur verið unnið að frágangi hluta húsarústanna í Skálholti. Um er að ræða endurhleðslu nokkurra veggja og lagningu malargólfs til að gera rústirnar aðgengilegri gestum og gangandi.

Norræn samkirkjuleg kvennaráðstefna

Dagana 7.-9. ágúst nk. verður haldin norræn samkirkjuleg kvennaráðstefna í Skálholti. Yfirskrift ráðstefnunnar er Källor till Liv uppspretta lífs og er dagskrá hennar afar fjölbreytt. Að ráðstefnunni stendur Nordisk Ekumenisk Kvinnokommitté (NEKK).

Blandaður kór frá Barr í Frakklandi

Franski kórinn Chorale Eranthis frá Barr í Elsass heldur tvenna tónleika á Íslandi í vikunni. Fyrri tónleikarnir verða í Digraneskirkju, Kópavogi, fimmtudaginn 17. júlí kl. 20.00 en síðari tónleikarnir verða í Skálholtsdómkirkju föstudaginn 18. júlí kl. 20.00.

Skálholtshátíð 19.-20. júlí

Hin árlega Skálholtshátíð verður að venju haldin á Þorláksmessu að sumri 20. júlí nk. Þessa helgi er fjölbreytt dagskrá í Skálholti auk pílagrímagöngu frá Þingvöllum.