Fréttir

Endurreisn fornminja

Undanfarna daga hefur verið unnið að frágangi hluta húsarústanna í Skálholti. Um er að ræða endurhleðslu nokkurra veggja og lagningu malargólfs til að gera rústirnar aðgengilegri gestum og gangandi.

Norræn samkirkjuleg kvennaráðstefna

Dagana 7.-9. ágúst nk. verður haldin norræn samkirkjuleg kvennaráðstefna í Skálholti. Yfirskrift ráðstefnunnar er Källor till Liv uppspretta lífs og er dagskrá hennar afar fjölbreytt. Að ráðstefnunni stendur Nordisk Ekumenisk Kvinnokommitté (NEKK).

Blandaður kór frá Barr í Frakklandi

Franski kórinn Chorale Eranthis frá Barr í Elsass heldur tvenna tónleika á Íslandi í vikunni. Fyrri tónleikarnir verða í Digraneskirkju, Kópavogi, fimmtudaginn 17. júlí kl. 20.00 en síðari tónleikarnir verða í Skálholtsdómkirkju föstudaginn 18. júlí kl. 20.00.

Skálholtshátíð 19.-20. júlí

Hin árlega Skálholtshátíð verður að venju haldin á Þorláksmessu að sumri 20. júlí nk. Þessa helgi er fjölbreytt dagskrá í Skálholti auk pílagrímagöngu frá Þingvöllum.

Vel heppnuð ráðstefna

Á föstudaginn var (20. júní) var haldin fjölmenn ráðstefna um „þjónandi forystu“ (e. servant leadership) í Skálholti. Um 120 manns sóttu ráðstefnuna sem tókst í alla staði með ágætum.

Góðir gestir frá Bandaríkjunum

Rektor Skálholtsskóla hefur undirritað sérstakan samning við Meredith College í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum um ferðir nemendahópa til Íslands. Fyrsti hópurinn er nú staddur í Skálholti.

Serbneskur íkonamálari í heimsókn

Um þessar mundir er uppi sýning á íkonamyndum eftir serbneska prestinn og listamanninn Jovica Jovanovic sem staddur er hér á landi vegna sýningarinnar. Sýningin verður í Skálholtsdómkirkju í nokkra daga í næstu viku.

Martti Nissinen frá Helsinki

Finnski gamlatestamentisfræðingurinn Martti Nissinen heimsótti Skálholt á dögunum, en hann var staddur hér í tengslum við fundahöld norrænnar nefndar sem ákvarðar hver hlýtur Nils Klim verðlaunin á sviði hugvísinda.

Þjónandi forysta (e. servant leadership)

Áhugahópur um „þjónandi forystu“ (e. servant leadership) hefur ákveðið í samvinnu við Skálholtsskóla og Samtök atvinnulífsins að bjóða til dagsráðstefnu um stjórnun föstudaginn 20. júní 2008 í Skálholti.

Sumarlist í Skálholti

Sunnudaginn 4. maí var opnuð listsýning í Skálholtsskóla með yfirskriftinni „Sumarlist í Skálholti“. Þar sýna fimm listakonur í Uppsveitum Árnessýslu verk sín.

Vel heppnað söngnámskeið

Síðastliðinn mánudag og þriðjudag hélt Jón Þorsteinsson söngkennari námskeið í Skálholti fyrir presta. Námskeiðið var vel sótt og gerður var góður rómur að efni þess og skipulagi.