Fréttir

Líflegir dagar

Þrátt fyrir kulda, rok og jafnvel ófærð að undanförnu hefur margt verið um manninn í Skálholti. Reyndar þurfti að fella niður Heilsudaga helgina 25.-27. janúar en að öðru leyti hefur dagskráin verið vel sótt. Mjög vel var látið af söngnámskeiði Jón Þorsteinssonar en það var fullbókað. Þátttakendur sungu við messu á sunnudeginum, 20. janúar. Jón…

Eesti filharmoonia kammerkoor

Heimskunnur kammerkór frá Eistlandi er væntanlegur til Íslands um miðjan febrúar. Kórinn mun halda tónleika í Skálholtsdómkirkju næstkomandi sunnudag kl. 15.00. Aðgangur er ókeypis. Kórinn er margverðlaunaður og talinn meðal bestu kammerkóra í heiminum.

Uppsveitadagatal 2008

Nýtt samstarfsverkefni, Uppsveitadagatalið, hefur hafið göngu sína. Fyrirhugað er að gefa dagatalið út með mismunandi myndaþemum úr uppsveitum Árnessýslu ár hvert í samstarfi við heimamenn í sveitunum fjórum.

Námskeið Sáttar

Félagið Sátt býður í annað sinn á Íslandi upp á nám í sáttamiðlun í Skálholtsskóla. Námið hefst í febrúar 2008 og fer fram í þremur lotum alls sjö kennsludaga.

Heilsudagar 25.-27. janúar

Framundan eru kyrrðar- og heilsudagar helgina 25.-27. janúar með fjölbreyttri dagskrá. Markmið heilsudaga er að tengja saman kyrrð og heilsu til líkama og sálar. Þessir dagar eru opnir öllu áhugafólki um kyrrð og heilsu.

Vel heppnað símenntunarnámskeið

Í kvöld lauk hér í Skálholti fyrsta áfanga símenntunarnámskeiðs fyrir presta og guðfræðinga í samstarfi Biskupsstofu, guðfræðideildar Háskóla Íslands og Skálholtsskóla.

Söngnámskeið Jóns Þorsteinssonar

Helgina 18.-20. janúar nk. býður Jón Þorsteinsson, tenórsöngvari og söngkennari, söngáhugafólki upp á fyrsta flokks námskeið í Skálholtsskóla. Í tónlistarkennslu sinni styðst Jón við svokallaða Lichtenbergeraðferðafræði um uppruna hljóms í mannslíkamanum.

Þrettándaakademía Prestafélagsins

Hin árlega Þrettándaakademía Prestafélags Íslands verður haldin í Skálholti 3.-5. janúar nk. Yfirskrift hennar er að þessu sinni „Blessun fyrirgefningarinnar — um skriftir og sættir meðal manna“. Dagskráin er fjölbreytt en hún hefst með aftansöng á fimmtudegi kl. 18.00. Að loknum kvöldverði flytur séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup erindi kl. 20.00 sem ber titilinn „Skriftir í…

Opnunartími ljósmyndasýningar

Ljósmyndasýningin „Mannlíf í Biskupstungum“ verður opin í Skálholtsskóla fimmtudaginn 27. desember nk. kl. 13-16. Hún verður einnig opin gestum helgina 5.-6. janúar 2008 á sama tíma. Skúli Sæland sagnfræðingur sem á veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar mun vera á staðnum laugardaginn 5. janúar kl. 14.00 og leiða fólk um sýninguna. Verið hjartanlega velkomin!

Undirritun samninga

Á síðasta fundi stjórnar Skálholtsstaðar var undirritaður samningur við arkitekta nýbyggingarinnar sem fyrirhugað er að reisa á staðnum. Ákvörðun um nýbyggingu í Skálholti var tekin á grundvelli þarfagreiningar sem unnin var á síðastliðnu ári.

Opnun ljósmyndasýningar frestað!

Opnun ljósmyndasýningarinnar „Mannlíf í Biskupstungum“ verður frestað vegna veðurofsa fram á næstkomandi mánudag, 17. desember. Að öðru leyti verður dagskráin óbreytt. Hún hefst á sama tíma eða kl. 14.00. Verið hjartanlega velkomin.

Mannlíf í Biskupstungum

Næstkomandi föstudag, 14. desember, verður opnuð ljósmyndasýning í Skálholtsskóla sem ber yfirskriftina „Mannlíf í Biskupstungum“. Þar verða sýndar yfir 100 ljósmyndir úr sveitinni sem teknar voru á tímabilinu 1920-1980.

Bráðum koma blessuð jólin

Laugardaginn 15. desember næstkomandi kl. 16 verða haldnir jólatónleikar í Skálholtsdómkirkju. Einsöngvararnir Ragnar Bjarnason, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Árni Þór Lárusson, 12 ára, syngja einsöng og tvísöng ásamt Kammerkór Suðurlands og Kammerkór Biskupstungna. Hljóðfæraleikur í umsjá Gunnars Þórðarsonar með fjórtan manna hljómsveit. Efnisskrána prýða íslensk og erlend jólalög, gömul og ný, þar á meðal…