Fréttir

Alister E. McGrath heimsækir Skálholt

Dagana 1.-4. september næstkomandi heimsækir Ísland Alister E. McGrath, prófessor í sögulegri guðfræði við Oxfordháskóla og forseti Oxford Centre for Christian Apologetics í Wycliffe Hall. Hann hefur skrifað fjölmargar bækur sem hafa verið þýddar á fjöldamörg tungumál.

Göngudagar á vordögum

Helgina 25.-27. apríl nk. verða göngu- og kyrrðardagar í Skálholti. Dagskráin hefst á föstudegi kl. 18.00 en ekki á fimmtudegi eins og auglýst var í kyrrðardagabæklingnum. Umsjón að þessu sinni hafa systkinin Pétur Pétursson og Sólveig Pétursdóttir.

Heilsudagar um næstu helgi

Verið hjartanlega velkomin á heilsu- og kyrrðardaga í Skálholti um næstu helgi. Fjölbreytt dagskrá sem leidd er af Bergþóru Baldursdóttur sjúkraþjálfara, Helgu Hróbjartsdóttur kennara, Hróbjarti Darra Karlssyni hjartalækni og Kristni Ólasyni rektor Skálholtsskóla. Dagskráin hefst á föstudag kl. 18.00 og henni lýkur eftir hádegi á sunnudag. Á þessum dögum er áhersla lögð á uppbyggjandi samveru…

Alan M. Dershowitz frá Harvard á Íslandi

Í næstu viku heimsækir Ísland bandaríski lögfræðingurinn Alan M. Dershowitz, prófessor við lagadeild Harvard-háskóla. Hann heldur námskeið fyrir lögfræðinga og dómara í Skálholtsskóla á miðvikudag og fimmtudag.

Hjónanámskeið og kyrrðardagar hjóna

Dagana 3.-6. apríl verður dagskrá í Skálholtsskóla helguð hjónum og sambýlisfólki. Um er að ræða sólarhringsnámskeið frá fimmtudegi yfir á föstudag og kyrrðardagar fyrir hjón sem hefjast nk. föstudag og standa fram yfir hádegi á sunnudag.

Kyrrð og sorg

Helgina 28.-30. mars leiðir séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur kyrrðardaga í Skálholti ásamt Kristni Ólasyni rektor. Kyrrðardagarnir eru tileinkaðir umfjöllun um sorg og sorgarviðbrögð.

Mikill söngur um síðustu helgi

Um síðustu helgi (7.-9. mars) heyrðust framandi en upplífgandi tónar í Skálholti. Sindre Eide trompetleikari og prestur frá Noregi og Estrid eiginkona hans buðu upp á námskeið þar sem sungin var trúarleg tónlist úr öllum heimsálfum. Lögin hafa hrífandi rytma og hljóðfæraslátt. Góð stemning var í hópi þátttakenda en hann samanstóð af tónlistarmönnum og söngfólki á öllum aldri.

Kyrrð með Qi Gong

Dagana 11.-13. mars nk., það er frá þriðjudegi til fimmtudags, leiðir Gunnar Eyjólfsson leikari kyrrðardaga með æfingum og hugmyndafræði Qi Gong.

Sindre Eide á Íslandi

Helgina 7.-9. mars nk. verður norski tónlistarmaðurinn Sindre Eide ásamt Estrid eiginkonu sinni á Íslandi. Hann býður upp á tónlistarnámskeið í Skálholti sem hefst í Sumarbúðunum kl. 20.00 á föstudagskvöld.

Það dýrmætasta sem við eigum

Helgina 29. febrúar til 2. mars nk. leiðir séra Solveig Lára Guðmundsdóttir prestur á Möðruvöllum kyrrðardaga undir yfirskriftinni „Lífsreynslan – það dýrmætasta sem við eigum!“

Líflegir dagar

Þrátt fyrir kulda, rok og jafnvel ófærð að undanförnu hefur margt verið um manninn í Skálholti. Reyndar þurfti að fella niður Heilsudaga helgina 25.-27. janúar en að öðru leyti hefur dagskráin verið vel sótt. Mjög vel var látið af söngnámskeiði Jón Þorsteinssonar en það var fullbókað. Þátttakendur sungu við messu á sunnudeginum, 20. janúar. Jón…