Fréttir

Nýr geisladiskur Skálholtskórsins

Kominn er út nýr geisladiskur Skálholtskórsins. Hann ber yfirskriftina „Mín sál, þinn söngur hljómi“ og inniheldur 18 íslensk og erlend lög. Má nefna „Innocentem“ úr Þorlákstíðum í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar, „Mín sál, þinn söngur hljómi“ frá 15. öld í útsetningu Róberts Abrahams Ottóssonar sem einnig raddsetti miðaldalagið „Guð helgur andi, heyr oss nú“. Þá má…

Kammerkór Háskólans í Varsjá

Kammerkór Háskólans í Varsjá, Collegium Musicum, verður á Íslandi dagana 7.-14. september nk. í boði Háskóla Íslands. Kórinn, sem er blandaður, er skipaður 27 reyndum söngvurum. Stjórnandi kórsins, Andrzej Borzym, hefur aldarfjórðungs reynslu sem kórstjórnandi og kontrabassaleikari. Kórinn hefur fjölbreytta efnisskrá og flytur allt frá messum og kantötum barokktímans yfir í nútímaleg örverk. Kórinn hefur…

Einsöngstónleikar mánudaginn 17. september

Sópransöngkonan Elísa S. Vilbergsdóttir heldur tónleika í Skálholtsskóla mánudaginn 17. september nk. kl. 20.00. Undirleikari er Stefan Weymar píanóleikari. Inngangur kr. 1000.- Eldri borgarar greiða 500.- kr. og börn ekkert. Íslenskir ljóðatónleikar með verkum allt frá ástsælum vögguljóðum, sömdum og útsettum af Jórunni Viðar og fleiri tónskáldum og Gamansöngvum eftir Atla Heimi Sveinsson, til stórbrotinna…

Blásið til kóramóts

Á námskeiðinu í Skálholti verður boðið upp á raddkennslu, orgelleik og kórstjórn. Lögð er áhersla á að námskeiðið er fyrir alla, jafnt byrjendur sem lengra komna. Boðið er upp á einkatíma í söng (Jón Þorsteinsson), orgelleik (Haukur Guðlaugsson) og kórstjórn (Hákon Leifsson). Áhersla námskeiðsins er á hámessunni og innihaldi hennar. Allt efnið sem æft verður…

Austurrískur kammerkór heldur tónleika í Skálholti

Á mánudaginn kemur (20.8) syngur austurríski kammerkórinn Cantus Hilaris í Skálholtsdómkirkju undir stjórn Antons Steingrubers (sjá neðri mynd). Þessi kammerkór var stofnaður árið 1995 og hefur starfað undir stjórn Steingrubers allar götur síðan. Meðlimir kórsins hafa allir verið nemendur Steingrubers. Hann hefur starfað bæði í Vínarborg og Salzburg og getið sér gott orð fyrir tónlistarstarf…

Kirkjulistahátíð í Skálholtsdómkirkju

Kirkjulistahátíð í Reykjavík verður nú haldin í 11. sinn dagana 11.-19. ágúst næstkomandi. Hátíðin var fyrst haldin árið 1987 á vígsluári Hallgrímskirkju og heldur því upp á tuttugu ára afmæli sitt með veglegri dagskrá undir yfirskriftinni „Ég vil lofsyngja Drottni“. Að þessu sinni verða fjörutíu erlendir listamenn gestir hátíðarinnar, en alls munu á fjórða hundrað…

Dagskráin Ísland-Austurríki

Í þessari viku er sérstakt íslenskt-austurrískt samstarfsverkefni á dagskrá Sumartónleikanna. Dagskráin er skipulögð af Werner Schulze, en hann er formaður félagsins INÖK, sem stendur fyrir Interessensgemeinschaft niederösterreichischer Komponisten.