Gisting og ráðstefnur

Organistastefna 2016

Önnur organistastefnan verður haldin í Skálholti 18.-19. september n.k. og er ætluð öllum þeim sem starfa að kirkjutónlist, organistum, kórstjórum og öðrum tónlistarmönnum. Að þessu sinni verður sérstakur gestur Paul Phoenix  en hann er fyrrverandi tenór the King´s Singers og stofnandi Purple Vocals. Hann mun vinna með þátttakendum, auk þess sem vinna við nýja sálmabók…

Prédikunarseminar í Skálholti 25.-26. október 2016

Tilkynning og dagskrá Prédikunarseminar verður haldið í Skálholti 25.-26. október 2016. Að þessu sinni verður seminarið haldið á vegum Skálholtsskóla en með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Fyrirlesari verður dr. Wilfried Engemann, prófessor við guðfræðideild Vínarháskóla, sem okkur er að góðu kunnur.  Umsjón með námskeiðinu hefur dr. theol. Gunnar Kristjánsson prófastur emeritus. Prédikað…

Lúthersráðstefna í Skálholti 14.-15. september

Ráðstefna í tengslum við prestastefnu 2017 í Wittenberg verður haldin í Skálholti dagana 14.-15. september n.k. Fyrirlesarar eru Prof. Dr.Phil. Hartmut Rosenau og Prof. Dr. Johannes Schilling. Þeir eru báðir starfandi fræðimenn við Háskólann í Kiel í Þýskalandi. Dr. Schilling er kirkjusagnfræðingur með sérþekkingu á kirkjusögu miðalda, Lúther og siðbótartímanum. Dr. Rosenau er samstæðilegur guðfræðingur…

Dagskrá – Horft yfir hindranir

Dagskrá málþingsins Horft yfir hindranir í Skálholti 18.–23. júlí 2016 Mánudagur 18. júlí 14.00 Setning málþings. Kynning þátttakenda og kynning dagskrár 14.30 Kristján Valur Ingólfsson: „Einblicke in die Geschichte des Christentums in Island“ 16.00 Pétur Pétursson: „The Influence of the Reformation on the Popular Culture and Work Ethic in Iceland“ 20.00 Kynning íslenskrar kirkjutónlistar. Margrét…

Áningastaður í sleppitúrnum austur í sveitir.

Í Skálholtsbúðum í Skálholti er í boði gisting fyrir minni og stærri hópa. Skáli með gistingu fyrir 21 í rúmum, í eins og tveggja manna herbergjum. Auk þess dýnur og nægt gólfpláss. Stórt eldhús með öllu, borðstofa, setustofa og salur. Einnig  eru 3 bústaðir, hver með tveimur tveggja manna herbergjum, eldunaraðstöðu, borð – og setustofu, baði og heitum potti…