Helgihald

Kammerhópurinn BarokkReykjavík í messunni í Skálholtsdómkirkju 31. júlí kl. 11.00.

Messa sunnudag 31. júlí kl. 11.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Í messunni flytur kammerhópurinn BarokkReykjavík himneska tónlist en þau eru með tónlistarflutning á sumartónleikum helgarinnar.  Þau munu m.a. flytja tónlist eftir Hildegard von Bingen. Guðspjallstexti sunnudagsins 31.07 sem er 10. sd eftir þrenningarhátíð er frá Lúkasarguðspjalli 19.41-48: Og er…

Messa sunnudag 17. júlí kl. 11.00 í Skálholtsdómkirkju.

Messa er sunnudag 17. júlí kl. 11.00 í Skálholtsdómkirkju. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna.  Organisti er Jón Bjarnason.  I messunni verður flutt tónlist frá Sumartónleikum helgarinnar. Guðspjallstexti þessa sunnudags eru aðvörurnarorð Drottins til okkar um að varast falsspámennina sem koma til okkar í sauðaklæðum en eru hið innra gráðugir vargar. Allir eru velkomnir. Sjá…

Skálholtshátíð 23. – 24. júlí; endurheimt votlendis, tónleikar, helgihald, pílagrímar

Endurheimt votlendis, pílagrímagöngur og ávarp forseta Alþingis verða efst á baugi á Skálholtshátíð í sumar en hún er haldin að þessu sinni helgina 23.-24. júlí.  Hátíðin verður hringd inn á laugardag kl. 12 á tröppum Skálholtsdómkirkju en síðan er messað úti við Þorlákssæti. Eftir hádegi gefst kostur á að skoða uppgraftarsvæðið sunnan kirkju undir leiðsögn…

Messa 10. júlí kl. 11.00. Hljómeyki syngur.

Sunnudaginn 10. júlí kl. 11.00 er messa í Skálholtsdómkirkju. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna.  Hljómeyki syngur.  Stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Guðspjallstexti þessa sunnudags, sem er 7. sd. eftir þrenningarhátið, er sagan af því þegar Jesú mettaði fjögur þúsund manns með sjö brauðum og fáeinum smálfiskum (Markúsarguðspjall 8.1-9)  Allir eru hjartanlega velkomnir. Á vefsíðunni…

Messa sunnudag 3. júlí kl. 11.00. Skálholtsbiskup annast prestsþjónustuna.

Í messunni í Skálholtsdómkirkju 3. júlí kl. 11.00 annast sr. Kristján Valur Ingólfsson prestsþjónustuna.. Í messunni verður flutt tónlist frá sumartónleikum helgarinnar.  Allir eru hjartanlega velkomnir. Þess má geta að Skálholtsbiskup annast einnig prestsþjónustu þennan dag í Þingvallakirkju en sú messa er kl. 14.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, verður fjarverandi, að sinna sérverkefnum þennan dag…

Messa í Skálholtsdómkirkju sunnudag 26. júní kl. 11.00.

Eins og alla sunnudaga er messa í Skálholtsdómkirkju 26. júní kl. 11.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna.  Organisti er Glúmur Gylfason. Þessi sunnudagur er fimmti sunnudagur eftir þrenningarhátíð.  Guðspjallstextinn er frásagan af því þegar Jesú kenndi mannfjölandum á ströndinni frá bátnum sem Pétur átti og sagði síðan lærisveinunum að leggja netin sem síðan fylltust…

Messa 19. júní kl. 11.00. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtsbiskup prédikar og þjónar fyrir altari.

Í tilefni af vísitasíuferð um allar sóknir Skálholtsprestakalls prédikar Skálholtsbiskup, sr. Kristján Valur Ingólfsson í þessari messu og þjónar fyrir altari ásamt sóknarprestinum, sr. Agli Hallgrímssyni. Organisti er Glúmur Gylfason. Í vísitasíunni eru heimsóttar 13 kirkjur og 15 kirkjugarðar. Sóknarnefndarfólk úr öllum sóknum prestakallsins mun sækja messuna. Eftir sameiginlegan hádegisverð verður . . . .

Messa kl. 11.00 sunnudaginn 5. júní.

Skálholtsdómkirkja.  Messa verður sunnudag 5. júní kl. 11.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, prédikar og þjónar fyrir altari. Þennan fyrsta sunnudag í júní er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land við sjávarsíðuna.  Guðspjallstextinn er um það þegar Jesú kyrrði vindinn og sjóinn  (Matteusarguðspjall 8.23-27) Allir eru hjartanlega velkomnir. Sjá nánar um helgihald í Skálholtsprestakalli á vefsíðunni…

Messa sunnudag 29. maí kl. 11.00.

Messa sunnudag 29. maí kl. 11.00 á fyrsta sunnudegi eftir þrenningarhátíð.  Guðspjallstexti þessa sunnudags er dæmisagan sem Jesú sagði um ríka manninn og Lasarus. (Lúkasarguðpjall 16.19-31). Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, prédikar og þjónar fyrir altari. Sungið verður án undirleiks þar sem dómorganistinn er í leyfi frá störfum. www.Skalholtsprestakall.is

Messa á Trinitatis, sunnudag 22. maí kl. 11.00.

Messa er í Skálholtsdómkirkju sunnudag 22. maí en þessi sunnudagur er þrenningarhátíð. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna en organisti er Jón Bjarnason. Allir eru hjartanlega velkomnir. www.Skalholtsprestakall.is

Hátíðar- og fermingarmessa á hvítasunnudag kl. 14.00

Hátíðar- og fermingarmessa verður á hvítasunnudag 15. maí kl. 14.00.   Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna.  Skálholtskórinn og Söngkór Miðdalskirkju syngja. Organisti og kórstjóri er Jón Bjarnason.  Meðhjálpari er Elinborg Sigurðardóttir. Sungnir verða hátíðasöngvar sr Bjarna Þorsteinssonar.  Í messunni verða fermd eftirfarandi börn úr Grímsnesi, Biskupstungum og frá Laugarvatni: Jóhann Orri Rúnarsson, Hraunbraut 27,…

Uppsveitamessa, kaffi og erindi á uppstigningardag.

Á uppstigningardag 5. maí kl. 14.00 verður í Skálholtsdómkirkju messa fyrir allar sóknir í uppsveitum Árnessýslu.  Sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtsbiskup prédikar en sr. Egill Hallgrímsson, sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og sr. Halldór Reynisson þjóna fyrir altari. Söngkór Miðdalskirkju, Skálholtskorinn og sænski kórinn Octava frá Östersund í Svíþjóð syngja í messunni.  Organisti og kórstjóri íslensku…

Messa í Skálholtsdómkirkju sunnudag 3. apríl kl. 11.00.

Messa er í Skálholtsdómkirkju, sunnudaginn 3. apríl kl. 11.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna en dómorganistinn, Jón Bjarnason, er við orgelið. Þessi sunnudagur er fyrsti sunnudagur eftir páska. Guðspjallstextinn er (Jóhannesarguðspjall 20.19-31).  Í þeim texta er fjallað um það þegar Jesús kom upprisinn til lærisveinanna að kvöldi upprisudagsins þar sem þeir héldu sig bak…