Helgihald

Helgihald í 8 kirkjum um jól og áramót 2014 – 2015.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA. Hátíðarguðsþjónusta á aðfangadagskvöld kl. 18.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur og sr. Kristján Valur Ingólfsson annast prestsþjónustuna.  Félagar úr Skálholtskórnum syngja.  Sungnir verða hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Organisti er Jón Bjarnason. Miðnæturmessa á jólanótt kl. 23.30. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtsbiskup, annast prestsþjónustuna. Félagar úr Skálholtskórnum syngja.  Organisti er Jón Bjarnason. Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl.…

Helgihald Uppstigningardag og 1.júní

UPPSTIGNINGARDAGUR 29. MAÍ SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA MESSA á uppstigningard 29. maí Kl. 14.00 Messan er fyrir ALLAR sóknir í UPPSVEITUM Árnessýslu. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtsbiskup prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Agli Hallgrímssyni, sóknarpresti.  Söngkór Miðdalskirkju syngur. Organisti er Jón Bjarnason. Messukaffi fyrir alla kirkjugesti verður í Skálholtsskóla strax að messu lokinni. Allir eru hjartanlega…

HELGIHALD Í SKÁLHOLTSDÓMKIRKJU Í OKTÓBER, NÓVEMBER OG DESEMBER 2013.

      Morgun og kvöldbænir eru að jafnaði í kirkjunni alla daga, nema sunnudaga kl. 9.00 og 18.00.   SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2013. – 21. SD. E. ÞRENNINGARHÁTÍÐ. Messa í Skálholtsdómkirkju kl. 11.00. Prestur sr. Egill Hallgrímsson.  Organisti Jón Bjarnason.   SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2013. –  22. SD. E. ÞRENNINGARHÁTÍÐ. Messa í Skálholtsdómkirkju kl.…

Safnahelgi í Skálholti

Skálholtsdómkirkja og safnið í kjallaranum eru opin alla daga frá kl. 9:00. Gestastofan verður opin frá kl. 11:00 – 18:00 Aðgangur ókeypis um safnahelgi.    Laugardagur 2. nóvember Kl. 13:00 Söguganga um Skálholtsstað undir leiðsögn heimamanna. Lagt af stað frá Gestastofunni. Kaffi og heitt súkkulaði í Skálholtsskóla í boði staðarins, að göngu lokinni. Kl. 14:00…

Kyrrðardagar í Skálholti 8.-10. febrúar 2013

Að hafa hið heilaga að lifibrauði Að starfa í kirkjunni er að hafa trú að atvinnu. Hvað gerist þegar hið heilaga verður hversdagslegt? Hvernig viðhöldum við vitundinni fyrir hinu heilaga í vinnunni? Umsjón með kyrrðardögunum hafa Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og dr Hjalti Hugason. Verð: kr. 28.800 þar af staðfestingargjald kr. 5.000

Helgihald í Skálholtsprestakalli um jól og áramót

SKÁLHOLTSPRESTAKALL MESSUR UM JÓL OG ÁRAMÓT 2012-2013  FIMM KIRKJUR.     SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA. Guðsþjónusta á aðfangadagskvöld 24. desember kl. 18.00.  Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur og sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti annast prestsþjónustuna.  Félagar úr Skálholtskórnum syngja. Benedikt Kristjánsson syngur einsöng. Sungnir verða hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Organisti Jón Bjarnason.  Miðnæturmessa á jólanótt 24. desember kl.…

Aðventan í Skálholti

Aðventutónleikar 8. desember kl.15:00 Fjórða árið í röð i munu kirkjukórar uppsveita Árnessýslu koma saman og syngja fallega og hátíðlega  jólatónlist. Rúmlega 80 manns eru í kórnum og stjórnendur eru Jón Bjarnason, Stefán Þorleifsson og Þorbjörg Jóhannsdóttir. Einsöng syngja Þóra Gylfadóttir,  Helga Kolbeinsdóttir. Einnig syngja þær þrísöng ásamt  Aðalheiði Helgadóttur. Þær eru allar úr röðum…

Ferming í Skálholti

Ferming verður 20. maí kl 14 í Skálholtskirkju. Fermdir verða Kasper Örn Jakobsson, Vesturbyggð 6 Óskar Már Óskarsson, Bjarkarbraut 5 Gabríel Olav Wang Auðunsson, Böðmóðsstöðum 1 Prestur verður Axel Árnason Njarðvík. Allir alltaf velkomnir í fermingarmessur.

Kvennakórinn VOX FEMINAE 6. maí

Messa verður í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 6. maí kl. 14. Kvennakórinn VOX FEMINAE flytur undurfagra kirkjutónlist í messunni. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna. Athugið að messan er kl. 14.00. Komdu í kirkju – taktu vin þinn með

Lögreglukórinn syngur við messu 1. maí

Guðsþjónusta með söng kórs lögreglumanna verður haldin í Skálholtskirkju 1. maí 2012 klukkan 11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónar fyrir altari en ræðumaður er Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Lögreglukórinn syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar en organisti er Jón Bjarnason. Verið velkomin.

Uppstigningardagur í Skálholtsdómkirkju

Á uppstigningardag, þann 17. Maí 2012, eru liðin 100 ár frá fæðingu Róberts Abrahams Ottóssonar, þess mikla tónlistarmanns. Skálholtsstaður og Skálholtskórinn ætlar að þessu tilefni að efna til minningarhátíðar í Skálholtsdómkirkju um þennan merka mann á fæðingardegi hans. Hátíðarguðsþjónusta verður kl. 14:00 með tónlist útsettri af R.A.O. og einnig tónlist sem Skálholtskórinn söng á Skálholtshátíðum…

Helgihald

Páskar 2012 í Uppsveitum Suðurlands Skírdagur Messa og ferming kl. 13 í Hrepphólakirkju Bræðratunga kl. 14 Skálholtskirkja kl. 20:30 Getsemane stund í lokin Föstudagurinn langi Lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hrepphólakirkju fyrir fólkið í uppsveitum Suðurlands. Hefjast þeir kl. 13 og þeim lýkur um sex leytið. Rétt að nýta sér það tækifæri og koma við…