Endurheimt votlendis í Skálholti

Votlendi_endurheimtÁ Skálholtshátíð 2016 var hafist handa við að endurheimta votlendi á Skálholtsjörðinni. Það voru þau frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, Þröstur Ólafsson formaður Auðlindar Náttúrusjóðs og ungur maður, Kristberg Jósepsson sem tóku fyrstu skóflustungurnar. Sá síðastnefndi fermdist einmitt frá Skálholtsdómkirkju s.l. vor. Á undan höfðu þau Hlynur Óskarsson sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum útskýrt tilgang þess að endurheimta mýrlendi og Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur fræddi um gróðurfar í Skálholti fyrr og nú.

Það var upphaf þessa verkefnis að frú Vigdís Finnbogadóttir verndari Auðlindar og Þröstur Ólafsson komu þessari hugmynd á framfæri við biskup Íslands að byrja að endurheimta votlendi í landi Skálholts og er upphaf verkefnisins styrkt af Auðlind.Alls er reiknað með að endurheimt verði milli 40 og 50 hektara votlendis í Skálholti og er stefnan sett á að slíkt verði einnig gert á fleiri kirkjujörðum.