Kyrrðardagar í dymbilviku

2014-11-26-1681

 

 

 

 

Kyrrðardagar í dymbilviku í Skálholti eru elstir meðal kyrrðardaganna. Þeir hafa verið haldnir í rúman aldarfjórðung. Óhætt er að segja að enginn hafi sett svip sinn á þá og á mótun þeirra meir en Sigurbjörn Einarsson biskup sem leiddi þá um margra ára skeið.

Kyrrðardagarnir hefjast miðvikudaginn í dymbilviku með kvöldbænum kl. 18 og þeim lýkur laugardaginn fyrir páska um hádegi. Umsjón með kyrrðardögum í dymbilviku 2016 hafa þau hjónin sr Bernharður Guðmundsson f.v. rektor í Skálholti og Rannveig Sigurbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Kyrrðardagarnir kosta 36.000 kr. – hægt er að fá vottorð til stéttarfélags vegna endurgreiðslu.

Drög að dagskrá kyrrðardaga í dymbilviku 2016

Miðvikudagur 23. mars

18.00               Kvöldtíðir í kirkju

19.00               Kvöldverður

20.00               Kynning – í setustofu.  Síðan gengið til kirkju og inn í þögnina.

Skírdagur 24. mars

08.00               Morgunverður

09.00               Morguntíðir og íhugun í kirkju

10:00               Útivist og ganga

12.00               Hádegisverður

13.30-14.30   Trúnaðarviðtöl

18.00               Kvöldtíðir í kirkju

18.30              Kvöldverður

20.00               Messa og Getsemanestund í kirkju

Föstudagurinn langi 25. mars

08.00               Morgunverður

09.00                Morguntíð og íhugun

10:00               Útivist og ganga

12.00             Hádegisverður

14.00- 15.00   Trúnaðarviðtöl

16:00               Guðsþjónusta

19:00               Kvöldverður

21.00                Íhugun í kapellu

Laugardagur 26. mars

08.00               Morgunverður

09.00               Morguntíðir í kirkju

11.00               Samvera í setustofu. Þögn aflétt.

12.15             Hádegisverður

13:00                     Fararblessun í kirkju

Fullt nafn (krafist)

Kennitala (krafist)

Netfang (krafist)

Símanúmer (a.m.k. eitt)

Ósk um sérfæði?

Fjöldi þátttakenda:

Skilaboð


[Þetta er til að koma í veg fyrir ruslpóst]