Kyrrðardagar og námskeið í Skálholti vormisseri 2016

skal-forsI Skálholti er boðið upp á margvíslega starfsemi sem opin er öllum: Þar má fyrst nefna margvíslega kyrrðardaga, marga í þögn en þó mismikilli. Þá verður á þessu miseri boðið upp á þá nýjung að vera með sérstaka samveru fyrir þau sem eru að vinna með sorg. Þá verða samtökin Lausnin í tvígang með meðvirkninámskeið og loks má geta að Skálholtskóli stendur fyrir námskeiði um Ragnheiðiu biskupsdóttur og Daða Halldórsson, – sagnfræði, bókmenntir og tónlist tengda þeim atburðum. Þar mun m.a. Gunnar Þórðarson tónskáld útlista tónlist sína við Óperuna Ragnheiði.

Hér má sjá yfirlit yfir það sem verður í boði hér í Skálholti fram á sumar:
•    Kyrrðardagar fyrir konur 11. -14. febrúar. Kyrrðardagar kvenna eru samvera fyrir konur, sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og friði. Umsjón: Anna Stefánsdóttir, Kristín Sverrisdóttir og Þórdís Klara Ágústsdóttir.
•    Meðvirkninámskeið 15. – 19. febrúar. Umsjón: Lausnin.
•    Samvera fyrir syrgjendur 18. -20. mars. Helgarsamvera fyrir syrgjendur 18. -20 mars n.k. .Lögð er áhersla á hagnýt ráð varðandi sorgarúrvinnslu.Umsjón: sr.Halldór Reynisson f.v. formaður Nýrrar dögunar, Kristín Sigurðardóttir bráðalæknir, Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og Rosemarie Þorleifsdóttir jógakennari.
•    Kyrrðardagar í dymbilviku 23. – 26. mars. Kyrrðardagar í dymbilviku í Skálholti hafa verið haldnir í rúman aldarfjórðung. Það var Sigurbjörn Einarsson biskup sem leiddi þá um margra ára skeið og mótaði.. Umsjón: sr Bernharður Guðmundsson f.v. rektor í Skálholti og Rannveig Sigurbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur.
•    Qigong kyrrðardagar 8. – 10. apríl. Á qigong kyrrðardögunum verður almenn kynning um qigong sem eru mörg þúsund ára kínverskar lífsorkuæfingar ásamt hugleiðslu. Leiðbeinendur verða: Björn Bjarnason og Þóra Halldórsdóttir.
•    Örlagasaga Ragnheiðar og Daða 15. -16. apríl: Námskeið í samvinnu við fræðslunet Suðurlands. Sagnfræði og skáldskapur, Gunnar Þórðarson flytur tónlist sína.
•    Við sumarmál með Markúsi. Kyrrðardagar sem hefjast sumardaginn fyrsta, 21. apríl og eru til 24. apríl. Umsjón hefur sr. Karl Sigurbjörnsson biskup. Byggt er  á biblíulestrum úr Markúsarguðspjalli og íhugunum því tengdu, bæna- og sögugöngum í Skálholti.
•    Kyrrðarbæn og íhugun 19. -22. maí. Kyrrðarbænasamtökin“ standa fyrir kyrrðardögum þar sem áhersla verður lögð á iðkun Kyrrðarbænarinnar (kristilegrar íhugunar), jógaæfingar, útiveru og hvíld. Leiðbeinendur eru: Sr. Bára Friðriksdóttir, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknakandídat og Auður Bjarnadóttir, jógakennari.
•    Meðvirkninámskeið 23. -27. maí. Umsjón: Lausnin.
Nánari upplýsingar og skráning er hér  á heimasíðu Skálholts: www.skalholt.is og í síma 48-68870