Lögreglukórinn syngur við messu 1. maí

Guðsþjónusta með söng kórs lögreglumanna verður haldin í Skálholtskirkju 1. maí 2012 klukkan 11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónar fyrir altari en ræðumaður er Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri.

Lögreglukórinn syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar en organisti er Jón Bjarnason. Verið velkomin.

Kór lögreglunnar