Pílagrímar í Skálholt: Gengið frá Þorlákskirkju til Eyrarbakka

Annar áfangi pílagrímagöngunnar frá Strandakirkju heim í Skálholt verður n.k. sunnudag 11. júní og er mæting við Eyrarbakkakirkju kl. 9:30.

Þátttakendur mæta á áfangastað hverrar göngu og rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar sem að þessu sinni er Þorlákskirkja. Ferðafélag Íslands heldur utan um skráningu í ferðinar, sjá www.fi.is Facebook-síðan er pílagrímaleið.

Göngulag pílagrímsins er með nokkuð öðrum hætti en göngumannsins, pílagrímurinn gengur líka með sjálfum sér og höfða slíkar göngur því til fólks sem gengur inn á við um leið og það gengur í náttúrunni.

Fararstjórar eru þeir sr. Axel Njarðvík og sr Halldór Reynisson en einnig mæta heimamenn pílagrímum og kynna fyrir þeim sögur og sjóndeilarhring.

Tæplega 30 manns gekk fyrsta legginn frá Strandarkirkju og lét vel að upplifuninni.