Minnum á Qi Gong kyrrðardaga í apríl

qigongDagana 8. til 10 apríl verða qigong kyrrðardagar í Skálholtsskóla.
Qi gong er heiti á mörg þúsund ára gömlum kínverskum lífsorkuæfingum sem eru reistar á þremur grunnstoðum: agaðri öndun, öguðum líkamsburði og einbeitingu.

Á qi gong kyrrðardögunum verður almenn kynning og fræðsla um qigong.
Þar verða kynnt ýmis æfingakerfi og æfingar gerðar ásamt hugleiðslu.

Leiðbeinendur verða: Björn Bjarnason og Þóra Halldórsdóttir.

Dagskráin hefst klukkan 16.45 föstudaginn 8. apríl og henni lýkur kl. 13.00 sunnudaginn 10. apríl.

Qigong kyrrðardagarnir kosta 32.000 kr. – hægt er að fá vottorð til stéttarfélags vegna endurgreiðslu.

Fullt nafn (krafist)

Kennitala (krafist)

Netfang (krafist)

Símanúmer (a.m.k. eitt)

Ósk um sérfæði?

Fjöldi þátttakenda:

Skilaboð


[Þetta er til að koma í veg fyrir ruslpóst]