„Sælugaukur“ í Skálholti

Tónlistarhátíðin „Sælugaukur“ verður haldin  í Skálholti helgina 29. júní – 2. júlí.
Flytjendur og tónskáld Sælugauks eru ungt tónlistarfólk sem stundar nám í Listaháskóla Íslands  og þau munu bjóða upp á veglega dagskrá þar sem lögð verður áhersla á íslenska tónlist og frumflutning nýrra verka í bland við klassík.
Viðburðir hátíðarinnar eru ókeypis og opnir öllum.
Tónlistarmenn og aðstandendur Sælugauks gefa vinnu sína við hátíðina og eru gestir hvattir til að veita frjáls styrktarframlög sem renna óskipt í Verndarsjóð Skálholtsdómkirkju til að fjármagna viðgerðir á gluggum kirkjunnar sem nú liggja undir skemmdum.
Dagskrá Sælugauks er stútfull af spennandi tónlist, einleiksverk sem og kammermúsík, spunaverk og ný og vönduð verk eftir upprennandi tónskáld. Þar á meðal glæný verk fyrir langspil og hljóð- og ljósskúlptúrinn Huldu, sem píanóleikarinn Lilja María Ásmundsdóttir smíðaði árið 2013.
Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á facebook-síðu Sælugauks: