Samvera fyrir syrgjendur í Skálholti 18. -20. mars

29736354Helgarsamvera fyrir syrgjendur verður haldin í Skálholtsskóla 18. -20 mars n.k. Samveran er einkum ætluð þeim sem hafa farið í gegnum erfiðan og ótímabæran missi, s.s. barns- eða foreldris- eða makamissi, hvort heldur sem missirinn hafði aðdraganda eða gerðist óvænt af völdum sjúkdóma eða sjálfsvígs.

Lögð er áhersla á hagnýt ráð varðandi sorgarúrvinnslu, slökun, útivist og helgihald auk samræðna og samfélags. Einnig verður boðið upp á einkaviðtöl.

Halldór Reynisson f.v. formaður Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgaviðbrögð stýrir samverunni, en einnig koma að dagskránni Kristín Sigurðardóttir bráðalæknir, Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og Rosemarie Þorleifsdóttir jógakennari.

Samvera fyrir syrgjendur kostar 32 þúsund krónur og getur fólk fengið kvittun fyrir dvölinni til umsóknar um styrki frá stéttarfélögum. Hægt er að skrá sig rafrænt neðst hér á síðunni.

Dagskrá

Föstudagur:

Kl. 18-19         Komið í Skálholt.

Kl. 19:00          Kvöldverður

Kl. 20:30          Samvera í setustofu, kynning,

Kl. 22:00          Kvöldganga á staðnum. HR

Kl. 22:30          Kyrrðarstund í kirkju

 Laugardagur :

Kl. 8:30            Morgunmatur.

Kl. 9:00            Tíðasöngur – leiðslumúsík í kirkju.

Kl. 9:15            Morgunmatur

Kl. 10:00          Hvað byggir upp? Hvaða bjargráð hjálpa fólki að takast á við sorg? Hvað hefur hjálpað mér? Halldór Reynisson f.v. formaður Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð.

Kl. 12:00          Hádegismatur.

Kl. 13:00          Útivist og göngurferð.

Kl. 14:30          Slökun og jóga: Rosemarie B. Þorleifsdóttir.

Kl. 15:30          Kaffi.

Kl. 16:00          Ástin, drekinn og dauðinn. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur, fjallar um bók sína byggða á eigin reynslu af dauða ástvinar.

Kl. 18:00          Kvöldtíðir í kirkju.

Kl. 19:00          Kvöldverður.

Kl. 20:00          Samvera við arininn – við deilum reynslu “opið hús”

Kl. 22:30          Kyrrðarstund í kirkju

Sunnudagur:

Kl. 9:00          Morgunmatur.

Kl. 9:30            Streita – hvernig efli ég færni mína að takast á við streitu? Kristín Sigurðardóttir læknir,

Kl. 11:00          Messa í Skálholtsdómkirkju.

Kl. 12:00          Hádegisverður.

Kl. 12:45          Lokasamvera, – við deilum reynslu, hugsunum, upplifun…

Hagnýtt:

  • Dagskráin er tilboð en engin skylda er að mæta á alla dagskrárliði.
  • Klæðnaður: Gott er að hafa útiklæðnað, regngalla og gönguskó, göngustafi, jafnvel lítin göngupoka. Einnig léttan klæðnað fyrir slökun og jóga.
  • Matur: Grænmeti og grænmetisréttir f. þau sem ekki borða kjöt og fisk. Gott er ef fólk lætur vita ef það hefur sérstakar þarfir varðandi mataræði

Fullt nafn (krafist)

Kennitala (krafist)

Netfang (krafist)

Símanúmer (a.m.k. eitt)

Ósk um sérfæði?

Fjöldi þátttakenda:

Skilaboð


[Þetta er til að koma í veg fyrir ruslpóst]