top of page
vetur.jpg

Skálholtsdómkirkja

Skálholtsdómkirkja var vígð 1963 og er hún tíunda kirkjan sem stendur þar á sama stað. Sú fyrsta var reist skömmu eftir árið 1000 þegar Íslendingar tóku kristni. Áður en núverandi sóknarkirkja var reist fóru fram merkilegar fornleifarannsóknir á staðnum undir stjórn dr. Kristjáns Eldjárn sem síðar varð forseti Íslands. Fannst þá m.a. steinkista Páls biskups Jónssonar sem jarðsettur var árið 1211 og er hún talin einhver merkilegasti fornleifafundur Íslandssögunnar.

Í Skálholtsdómkirkju er að finna einhver merkilegustu listaverk 20. aldar á Íslandi; steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristafla Nínu Tryggvadóttur auk muna úr þeirri kirkju sem Brynjólfur Sveinsson biskup reisti 1650.

Hljómburður Í Skálholtdómkirkju þykir einstakur, jafnvel á heimsvísu og eru reglulega haldnir þar tónleikar. Hápunktur tónleikahalds eru Sumartónleikar í Skálholti sem haldnir eru í júlí ár hvert allt frá árinu 1975.  

Skálholtsdómkirkja

bottom of page