„Sumarkvöld í Skálholti“ – dagskrá á miðvikudagskvöldum í sumar

„Sumarkvöld í Skálholti“ eru á miðvikudagskvöldum klukkan 20 í júlímánuði þar sem fjallað er um eitt og annað úr menningararfi Skálholts.

Hildur Hákonardóttir veflistakona kemur 19. júlí og segir frá listaverkum Skálholtsdómkirkju og Skálholtsstaðar en eins og kunnugt er hýsir kirkjan og staðurinn mörg merkileg listaverk. Nægir þar að nefna altaistöflu Nínu Tryggvadóttur og glerglugga Gerðar Helgadóttur.

Síðasta miðvikudagskvöldið, 26. júlí segir Bjarni Harðarson sögur af skemmtilegu og skrítnu fólki í Skálholti en þar er af nógu að taka í þúsund ára sögu staðarins.

Dagskráin hverju sinni er í kringum einn og hálfa tíma, hefst kl. 20 og er öllum opin og ókeypis, en undan og á eftir verður kaffiterían opin og er hægt að kaupa þar  veitingar en hún er reyndar opinn í allt sumar fyrir gesti.