Sumartónleikar: Hljómeyki og Caput flytja verk Jóns Nordal

cropped-cropped-07_skalholt11.gifÍ annarri viku Sumartónleika í Skálholti dagana 7. – 10. júlí flytja Sönghópurinn Hljómeyki og CAPUT
Verk Jóns Nordal. Dagskráin er sem hér segir:

Fimmtudagur 7. júlí
20:00
STIKKLINGAR
CAPUT og Hljómeyki flytja fjölbreytta efnisskrá með verkum eftir íslensk samtímatónskáld auk verka gömlu meistaranna.

Laugardagur 9. júlí
13:00
FYRIRLESTUR/UMRÆÐUR
Skálholtsskóli
Fulltrúar CAPUT og Hljómeykis kynna viðfangsefni helgarinnar

14:00
HÖRPULJÓÐ
CAPUT flytur m.a. Næturljóð á hörpu og Dúó fyrir fiðlu og selló eftir Jón Nordal ásamt tríói fyrir fiðlu, selló og hörpu eftir Jacques Ibert.

16:00
HÖFN HIMINS
Hljómeyki flytur m.a. Requiem eftir Jón Nordal, Agnus Dei eftir Samuel Barber og This Worldes Joie eftir Arnold Bax.
Stjórnandi: Marta Guðrún Halldórsdóttir

Sunnudagur 10. júlí
11:00
GUÐSÞJÓNUSTA
Tónlistaratriði frá Sumartónleikum í Skálholti

16:00
TÓNLIST JÓNS NORDAL
Hljómeyki og CAPUT flytja nokkur verka tónskáldsins sem fagnar níræðisafmæli á þessu ári. Flutt verður m.a. Requiem, Næturljóð á hörpu og Dúó fyrir fiðlu og selló.

Þess má geta að veitingasalan í Skálholtsskóla er opin og hægt er að kaupa mat en einnig kaffi og kaffihlaðborð.