Tag Archive for Á döfinni

Kórar syngja inn vorið í Skálholtsdómkirkju

Með sumarkomunni koma kórar til að syngja í Skálholtsdómkirkju hver á fætur öðrum. Hér á eftir fylgir yfirlit um tónleika sem haldnir verða í maí og fram í júní. Um er að ræða íslenska og erlenda kóra sem flytja fjölbreytilega tónlist. Miðvikudagskvöldið 3. maí kl. 20 heldur Jórukórinn tónleika í kirkjunni og flytur fjölbreytta dagskrá…

Kyrrðardagar og Qi-gong: 19.-21. apríl

Ákveðið hefur verið að færa Qi gong dagana, sem vera áttu 22.-24. mars til 19.-21. apríl 2013 Enn á ný eru Qi gong dagar í vændum þar sem byggt er á æfingum og hugmyndafræði Qi Gong til þess að öðlast innri sátt og kyrrð hugans. Björn Bjarnason fr. ráðherra, Gunnar Eyjólfsson leikari og Þóra Halldórsdóttir leiða…

Nýr kyrrðardagabæklingur

Kominn er út nýr kyrrðardagabæklingur með dagskrá næsta vetrar. Hægt er að panta bæklinginn rafrænt hér eða með því að hringja í Skálholtsskóla í síma 486 8870 og láta senda hann í pósti.

Heilsudagar -Hið góða líf

20.–22. apríl 2012
Á þessum dögum verður boðið upp á kynningu og fræðslu á hráfæði og heilsu­drykkjum. Lögð er áhersla á hreyfingu og slökun með hollu lífrænu fæði.

Kyrrðardagar í dymbilviku

Verið hjartanlega velkomin á kyrrðardaga í dymbilviku frá 20.-23. apríl nk. Herra Karl Sigurbjörnsson Biskup Íslands verður með hugvekjur þessa daga.

Qi gong með kyrrðarívafi

Helgina 1.-3. apríl nk. verður Qi gong námskeið með kyrrðarívafi í Skálholti. Gunnar Eyjólfsson leikari leiðir þessa kyrrðardaga ásamt Birni Bjarnasyni fyrrv. alþingismanni og ráðherra og séra Axel Árnasyni Njarðvík.

Þín svör fyrir þitt líf

Dagana 10.–13. febrúar nk. verða haldnir kyrrðardagar í Skálholti þar sem þátttakendur vinna markvisst að því að leysa úr læðingi sinn innri kraft og kjark til að takast á við sitt eigið líf.

Fagnaðarbæn

Verið hjartanlega velkomin á kyrrðardaga í Skálholti. Dagana 19.-23. nóvember nk. eru á dagskrá kyrrðardagar með Therese Saulnier frá Bandaríkjunum undir yfirskriftinni Fagnaðarbæn.

Göngudagar og hollusta

Helgina 1.-3. október nk. verða kyrrðardagar með yfirskriftinni „Lífsgangan frá vöggu til grafar“. Boðið verður upp á skemmri og lengri göngur á og frá Skálholtsstað.

Kyrrðardagar fyrir konur

Dagana 15.-19. september nk. verður boðið upp á kyrrðardaga fyrir konur í Skálholti undir yfirskriftinni „Að efla líkamlegt og andlegt heilbrigði“.

Kyrrð og lífsgæði

Helgina 26.-28. mars leiða dr. Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sigríður Hrönn Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og guðfræðingur kyrrðardaga með yfirskriftinni Kyrrð og lífsgæði.

Lífsgangan

Helgina 19.-21. mars nk. verða haldnir kyrrðardagar undir yfirskriftinni Lífsgangan. Leiðbeinandi er séra Solveig Lára Guðmundsdóttir. Verið hjartanlega velkomin.