Þorlákstíðir með Cantores Islandiae í Skálholtsdómkirkju
Sun, Dec 15
|Skálholtsdómkirkja
Sönghópurinn Cantores Islandiae flytur vesper úr Þorlákstíðum í Skálholtskirkju sunnudaginn 15.desember kl. 17.30. Þorlákstíðir eru tíðagjörð sungin til heiðurs Þorláki helga Þórhallssyni, biskupi í Skálholti á 12. öld.
Time & Location
Dec 15, 2024, 5:30 PM – 6:30 PM
Skálholtsdómkirkja, Skálholt, Ísland
About the event
Sönghópurinn Cantores Islandiae flytur vesper úr Þorlákstíðum í Skálholtskirkju sunnudaginn 15.desember kl. 17.30.
Þorlákstíðir eru tíðagjörð sungin til heiðurs Þorláki helga Þórhallssyni, biskupi í Skálholti á 12. öld. Hann lést á Þorláksmessu árið 1193, en ekki leið á löngu þar til hann var tekinn í heilagra manna tölu, fyrstur Íslendinga.
Þorlákstíðir hafa varðveist í handriti frá því um 1400. Eru þær einstakur menningararfur Íslendinga og bera vitni þeirri stöðu sem Þorlákurhafði í kaþólskri tíð. Söngur Þorlákstíða á einkar vel við í Skálholti, þar sem Þorlákur var biskup, og auk þess hæfir hljómburður Skálholtsdómkirkju tónlistinni sérlega vel.
Stjórnandi er Ágúst Ingi Ágústsson.