Tónleikar og jólahugvekja í Úthlíðarkirkju
Sat, Dec 21
|Úthlíðarkirkja
Diddú og Drengirnir bjóða upp á jólatónleika í Úthlíðarkirkju laugardaginn 21. desember kl 17.00. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir flytur jólahugvekju. Verð 3000. - kr
Time & Location
Dec 21, 2024, 5:00 PM – 6:00 PM
Úthlíðarkirkja, Úthlíð, 806, Ísland
About the event
Boðið verður upp á tónleika og jólahugvekju í Úthlíðarkirkju 21. desember kl 17.00.
Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú mun koma gestum í hátíðarskap.
Með henni leika orgelleikarinn Jóhann Baldvinsson og blásarasextett. Sextettinn hefur starfað með Diddú í ríflega 20 ár og gengur hópurinn undir nafninu Diddú og drengirnir.
Þessi dáða söngkona mun syngja fyrir- og með okkur þekkt þýsk jólalög og einnig munu alþjóðlegir jólatónar hljóma.
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur flytur jólahugvekju á milli tónlistaratriða.
Verið velkomin í aðventukvöld með Diddú og drengjunum í Úthlíðarkirkju. Verð 3000.- kr.