"Á eina bókina, ein í Kristi." Skálholtshátíð 18. - 20. júlí 2025
fös., 18. júl.
|Skálholt, 806, Ísland
Opnun Bókhlöðu Skálholts í Gestastofunni. 1700 ára afmæli trúarjátningarinnar frá Níkeu á málþingi Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar. 350. ártíð Brynjólfs biskups Sveinssonar á málþingi um 17. öld Brynjólfs, bókaútgáfu og sögugöngu um Ragnheiði. Hátíðartónleikar, erindi og hátíðlegt helgihald.


Tími og staðsetning
18. júl. 2025, 12:00 – 20. júl. 2025, 18:00
Skálholt, 806, Ísland
Um viðburðinn
Yfirskrift Skálholtshátíðar 2025 er: "Á eina bókina, ein í Kristi."
Tvö málþing verða haldin á hátíðinni og Bókhlaða Skálholts verður opnuð í nýju húsnæði í Gestastofu Skálholts.
Fyrra málþingið er föstudaginn 18. júlí í tilefni 350. ártíðar Brynjólfs biskups Sveinssonar og útgáfu bókar um Brynjólf, ævi hans og störf eftir Torfa Stefánsson Hjaltalín. Meðal fyrirlesara eru Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, og sr. Torfi Hjaltalín. Ragnheiðarganga verður sama dag og fróðleikur á röltinu um verk og minjar er tengjast Brynjólfi. Þessi dagskrá hefst í hádeginu og er fram undir kaffi, en sögugangan verður eftir kaffi. Yfirskrift og efni verður auglýst nánar.
Síðara málþingið er laugardaginn 19. júlí kl. 10 - 12 um Níkeujátninguna sem fyrst var samþykkt fyrir 1700 árum árið 325. Þessara tímamóta verður minnst með málþingi Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar undir yfirskriftinni: “How Can We Be One, Holy, Catholic and Apostolic Church? – The Nicene Creed and the Ecumenical…