top of page

"Á eina bókina, ein í Kristi." Skálholtshátíð 18. - 20. júlí 2025

fös., 18. júl.

|

Skálholt, 806, Ísland

Opnun Bókhlöðu Skálholts í Gestastofunni. 1700 ára afmæli trúarjátningarinnar frá Níkeu á málþingi Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar. 350. ártíð Brynjólfs biskups Sveinssonar á málþingi um 17. öld Brynjólfs, bókaútgáfu og sögugöngu um Ragnheiði. Hátíðartónleikar, erindi og hátíðlegt helgihald.

"Á eina bókina, ein í Kristi." Skálholtshátíð 18. - 20. júlí 2025
"Á eina bókina, ein í Kristi." Skálholtshátíð 18. - 20. júlí 2025

Tími og staðsetning

18. júl. 2025, 12:00 – 20. júl. 2025, 18:00

Skálholt, 806, Ísland

Um viðburðinn

Drög að yfirskrift Skálholtshátíðar 2025 er: "Á eina bókina, ein í Kristi."

Tvö málþing verða haldin á hátíðinni og Bókhlaða Skálholts verður opnuð í nýju húsnæði í Gestastofu Skálholts.


Fyrra málþingið er föstudaginn 18. júlí í tilefni 350. ártíðar Brynjólfs biskups Sveinssonar og útgáfu bókar um Brynjólf, ævi hans og störf eftir Torfa Hjaltalín. Ragnheiðarganga verður sama dag og fróðleikur á röltinu um verk og minjar er tengjast Brynjólfi. Þessi dagskrá hefst í hádeginu og er sögugangan eftir kaffi. Yfirskrift og efni verður auglýst nánar.


Síðara málþingið er laugardaginn 19. júlí kl. 10 - 12 um Níkeujátninguna sem fyrst var samþykkt fyrir 1700 árum árið 325. Þessara tímamóta verður minnst með málþingi Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar undir yfirskriftinni: “How Can We Be One, Holy, Catholic and Apostolic Church? – The Nicene Creed and the Ecumenical Commitment of our Church in the 21st Century”. Aðal fyrirlesarinn verður prófessor dr. Dirk G. Lange…


Deila viðburði

bottom of page