top of page

"Að iðrast í sekk og ösku" - Íhuganir á föstu í Mosfellskirkju kl 19:30

mið., 05. mar.

|

Mosfellskirkja í Grímsnesi

“Að iðrast í sekk og ösku – hvað og hversvegna?” Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, prestur og háskólakennari flytur. Mosfellskirkja býður til vikulegra íhugunarstunda á föstunni, á miðvikudögum kl. 19.30. Við höfum stutta helgistund og eigum síðan samtal um föstuna, trúna og lífið.

"Að iðrast í sekk og ösku" - Íhuganir á föstu í Mosfellskirkju kl 19:30
"Að iðrast í sekk og ösku" - Íhuganir á föstu í Mosfellskirkju kl 19:30

Tími og staðsetning

05. mar. 2025, 19:30 – 20:30

Mosfellskirkja í Grímsnesi, Mosfellskirkja, 805, Ísland

Um viðburðinn

Mosfellskirkja býður til vikulegra íhugunarstunda á föstunni, á miðvikudögum kl. 19.30. Við höfum stutta helgistund og eigum síðan samtal um föstuna, trúna og lífið. Góðir gestir á hverju kvöldi og kirkjukaffi á prestsetrinu eftir stundina.


Miðvikudaginn 5. mars leiðir sr Kristín Þórunn Tómasdóttir stutta helgistund og síðan flytur Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, prestur og háskólakennari erindið: "Að iðrast í sekk og ösku - Hvað og hversvegna?" 


Verið velkomin í Mosfellskirkju - eigum samtal um föstuna, trúna og lífið.


Kaffi á prestbústaðnum eftir stundina.


Á Mosfelli er svartmáluð timburkirkja sem var byggð á árunum 1847-48. Hún er hlýleg og geymir fagra muni frá fyrri tíð. Á Mosfelli er prestsetur Skálholtsprestakalls.

Deila viðburði

bottom of page