Árdagsmessa í Skálholtsdómkirkju á páskadagsmorgun kl. 8 og morgunkaffi í boði staðarins
sun., 20. apr.
|Skálholtsdómkirkja
Gleðilega páska! Árla dags hinn fyrsta dag vikunnar komu konurnar að gröfinni í Jerúsalem. Fögnum með fyrstu vitnum að gleðilegum páskum. Sr. Kristján Björnsson prédikar og þjónar fyrir altari með Bergþóru Ragnarsdóttur djákna. Organisti Jón Bjarnason. Morgunverður á Hvönn í boði staðarins!


Tími og staðsetning
20. apr. 2025, 08:00 – 8:50
Skálholtsdómkirkja, Skálholt, Ísland
Um viðburðinn
Löng og gleðileg hefð er fyrir árdagsmessu kl. 8 í Skálholti og víðasta hvar meðal kristinna manna. Það byggist á því er konurnar María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme komu fyrstar að gröf Jesú mjög árla dags á þriðja degi frá dauða Jesú frá Nazaret. Fagnaðarerindið hafði ræst og þær voru fyrstu vottar að þeim atburði sem hefur haft einhver allra mestu áhrif á í sögu mannkyns. Og þær þögðu svo sannarlega ekki yfir því. Tilvera manneskjunnar og mennskunnar breyttist varanlega á þessum morgni. Krafan um frið á jörðu varð ekki eindregnari. Fagnaðarerindið verður kristaltært á þessum morgni. Krafan um réttlæti er augljós. Gleðin verður nógu tær til að breyta öllu fyrir allar þjóðir. Enginn getur verið ósnortinn af þessum boðskap. Samfélagið verður að verða heilt. Þá brosir Jesú á myndinni hennar Nínu!
En þetta er líka ástæðan fyrir því að við fögnum páskadagsmorgni og páskadegi alveg fram á…