Getsemanestund í Skálholtsdómkirkju á skírdagskvöld kl. 20
fim., 17. apr.
|Skálholtsdómkirkja
Kl. 20. Kvöldmessa fyrir alla. Síðasta kvöldmáltíðin og íhugun, Getsemanestund og afskrýðing altarisins. Gengið út í þögn og ljósin slökkt. Skálholtskórinn syngur. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup, flytur íhugun og þjónar fyrir altari ásamt Bergþóru Ragnarsdóttur djákna. Organisti Jón Bjarnason.


Tími og staðsetning
17. apr. 2025, 20:00 – 21:00
Skálholtsdómkirkja, Skálholt, Ísland
Um viðburðinn
Hvað er Getsemanestund, gæti einhver spurt. Við íhugum stöðuna kvöldið fram að handtöku Jesú í Getsemanegarðinum í Jerúsalem. Þar standa enn 2000 ára gömul olífutré og garðurinn á sína merku kapellu sem margir sækja heim. Í garðinum baðst Jesú fyrir og lærisveinarnir gátu ekki vakað með honum. En hann bað ekki að kaleikurinn yrði tekinn frá honum ef hann þyrfti nauðsynlega að bergja hann með dauða sínum. Í garðinum kom Júdas Ískaríot að til að svíkja hann með kossi og er það afar táknrænt.
Í stundinni er altarið afskrýtt. Allt er tekið af því og borið inní skrúðhús og ljósin slökkt. Að því loknu eru lagðar fimm rauðar rósir á altarið til að benda á fimm sár Krists á krossinum. Þessi kirkjulega athöfn er ævagömul og er eiginlega gjörningur í kirkjunni sem ætlað er að tjá lífsafstöðu, skilning á lífinu og eðli mannsins, og um leið er það trúarjátning. Við…