Guðsþjónusta og píslasagan í Skálholtsdómkirkju föstudaginn langa kl 16
fös., 18. apr.
|Skálholtsdómkirkja
Guðsþjónusta í Skálholtskirkju á föstudaginn langa. Lestur úr píslasögunni fléttaður saman með passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar. Skálholtskórinn flytur kórverk og valin vers. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup og Bergþóra Ragnarsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Organisti er Jón Bjarnason.


Tími og staðsetning
18. apr. 2025, 16:00 – 17:00
Skálholtsdómkirkja, Skálholt, Ísland
Um viðburðinn
Altarið er afskrýtt síðan á skírdagskvöldinu eftir Getsemanestundina. Á altarinu liggja fimm rauðar rósir sem tákna sár Krists á krossinum en fimmhyrningur er einnig tákn um fullkomna manneskju, fullkomna mennsku. Með afskrýðingu altarisins hylur skrúði þess ekki lengur altarið sjálft. Það táknar helgasta stað í hverri sókn og þá koma í hug orðin úr heilagri ritningu: "Drag skó þína af fótum þér, því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð!" (2. Mósebók 3.5). Altarið er nakið til að afhjúpa lífsafstöðu okkar, skilning á tilveru okkar og trúarjátningu hins kristna manns. Háaltarið í Skálholti er flestum stöðum helgara því sú kirkja sem fyrst var reist um altari í Skálholti var kölluð móðir allra guðshúsa á Íslandi.
Píslasaga Jesú Krists er lesin úr Jóhannesarguðspjalli fléttuð saman með passíuálmum sr. Hallgríms Péturssonar. Skáholtskórinn flytur kórverk og syngur valin vers úr passíusálmunum í bland við lesturinn. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup og Bergþóra…