Raddbandafélagið með opna æfingu í Skálholti
lau., 22. feb.
|Skálholtsdómkirkja
Raddbandafélagið býður upp á opna æfingu í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 22. febrúar kl 15:00 - 16:00. Raddbandafélagið er hressilegur karlakór með breiðan aldurshóp og sameiginlegan áhuga á fjölbreyttri kóratónlist, allt frá barber shop til íslenskra ættjarðarlaga.


Tími og staðsetning
22. feb. 2025, 15:00 – 16:00
Skálholtsdómkirkja, Skálholt, 806, Ísland
Um viðburðinn
Raddbandafélagið verður við æfingar í Skálholtsdómkirkju um helgina og leyfir gestum og gangandi að koma og hlýða á opna æfingu milli kl 15 og 16 laugardaginn 22. febrúar.
Raddbandafélagið er hressilegur karlakór með breiðan aldurshóp og sameiginlegan áhuga á fjölbreyttri kóratónlist allt frá barber shop, swing og djazz til íslenskra dægur og ættjarðarlaga.
Kórinn hefur komið fram á ýmsum viðburðum bæði hér heima og erlendis í gegnum tíðina og lagt sitt af mörkum til íslensks tónlistarlífs.
Raddbandafélag Reykjavíkur, sem hefur starfað í áratugi, er þekkt fyrir fjölbreytta dagskrá og kröftugan söng.
Stjórnandi Raddbandafélagsins er Egill Gunnarsson. Egill hefur lengi verið virkur í íslensku tónlistarlífi og samið tónverk, bæði trúarleg/kirkjuleg og veraldleg sem bæði kórar og tónlistarunnendur kunna vel að meta.