top of page

Ragnheiðarganga með Friðriki Erlingssyni

mið., 15. maí

|

Skálholtskirkja

Ragnheiðarganga í Skálholti miðvikudaginn 15. maí kl 18:00 - Aðgangur ókeypis - öll velkomin! Ragnheiður Brynjólfsdóttir er ein af stóru sögupersónum Skálholtsstaðar. Friðrik Erlingsson þekkir sögu hennar einna best og skrifaði handrit að óperu Ragnheiðar sem frumsýnd var í Skálholti.

Ragnheiðarganga með Friðriki Erlingssyni
Ragnheiðarganga með Friðriki Erlingssyni

Tími og staðsetning

15. maí 2024, 18:00 – 19:00

Skálholtskirkja

Um viðburðinn

Miðvikudaginn 15. maí kl 18:00 verður efnt til Ragnheiðargöngu í Skálholti til að minnast og heiðra líf hennar, en í ár eru 383 ár frá fæðingu Ragnheiðar.

Ragnheiður Brynjólfsdóttir bjó í Skálholti sína stuttu ævi og munum við minnast hennar með gönguferð um söguslóðir hennar í Skálholti. Í göngunni munu Friðrik Erlingsson rithöfundur fara yfir sögu Ragnheiðar, ævi hennar og örlög.

Það er mikill fengur að hafa Friðrik Erlingsson, einn helsta sérfræðing landsins í sögu Ragnheiðar, með okkur í göngunni. Friðrik kafaði djúpt í sögu hennar við undirbúning á óperunni Ragnheiði sem var einmitt frumflutt í Skálholtsdómkirkju á sínum tíma. Gangan hefst kl 18:00 og tekur um 1 -2 klst. Gengið verður um Skálholtskirkju og næsta nágrenni en skoðaðir verða helstu staðir tengdir ævi Ragnheiðar og fólksins hennar. Þar á meðal verður komið við hjá minningarmarki Ragnheiðar og fjölskyldu sem Skálholtsfélag hið nýja kom upp fyrir fáeinum árum.

Veitingastaðurinn Hvönn verður opinn og hægt að kaupa sér veitingar þar í tengslum við gönguna.

Deila viðburði

bottom of page