top of page
IMG_6982.JPG

Fermingardagskrá

Fermingarfjör í Skálholti er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir fermingarbörn sem sækja Skálholt heim. 

Markmið fermingarfjörsins er að kynna börnin fyrir Skálholtsstað sem helsta helgi – og sögustað landsins á skemmtilega hátt og leyfa þeim að kynnast staðnum á sínum forsendum. Pétur Ragnhildarson, prestur í Breiðholtsprestakalli, Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti og Jón Bjarnason organisti í Skálholti halda utan um dagskrána. 

Dagskráin hefst með kynningu en svo er börnunum skipt í hópa þar sem sum fara í hópefli en önnur í ratleik um Skálholtsstað þar sem þau kynnast m.a. sögu Skálholts. Í hádegishléinu er boðið upp á pizzu á Veitingastaðnum Hvönn. Eftir hádegið fá börnin kynningu á orgelinu hjá Jóni Bjarnasyni, hugsanlega tekur hann nokkur óskalög við orgelið. Að lokum safnast hópurinn í kirkjuna í kyrrðarstund.  Áður en börnin fara heim verður boðið upp á skúffuköku. 

Mikil og rík hefð er fyrir komu fermingarbarna í Skálholt sem hluta af undirbúningi fermingarinnar. Í marga áratugi komu fermingarbörn allstaðar að af landinu og tóku þátt í dagskrá og fræðslu en þá var venjan að fermingarbörnin gistu á staðnum. Nú er fermingarfjörið orðið fastur liður í viðburðardagskrá Skálholtsstaðar og verður tekið á móti hópum fermingarbarna frá höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.

Viljir þú bóka hóp í fermingarfjör vinsamlegast sendu póst á netfangið: skalholt@skalholt.is

bottom of page