top of page
Páll Skúlason Kirkjuklukka.jpg

Kirkjuklukkur Skálholtskirkju

Í turni Skálholtskirkju eru fimm kirkjuklukkur sem gefnar voru til kirkjunnar á byggingartímanum, ein frá Danmörku, tvær frá Svíþjóð, ein frá Finnlandi og ein frá Noregi. Kirkjan á einnig þrjár gamlar klukkur. Ein þeirra hangir í klukkuturni, ein er í Gestastofu og ein hangir í Maríustúku kirkjunnar.   

Árið 2000 brotnaði stærsta klukkan sem var gjöf frá Danmörku er hún féll í gólfið. Það gerðist þegar kirkjuklukkum var hringt í hátíðarmessu á Skálholtshátíð. Bein útsending var í ríkisútvarpinu og má heyra þegar klukkan féll í gólfið.

 

Þegar unnið var að viðhaldi kirkjunnar í tilefni af 60 ára afmælis kirkjunnar safnaði Verndarsjóðurinn fyrir nýrri klukku og fékk m.a. styrk frá AP Möller sjóðnum. Ný klukka var steypt í Danmörku og komið fyrir í kirkjuturninum sumarið 2022.

Myndina tók Páll M Skúlason þegar klukkan var hífð ofaní kirkjuturninn 7. júní 2022.

bottom of page