Jafnan er messað í Skálholtsdómkirkju alla sunnudaga kl. 11 og á hátíðum. Morgunbænir eru kl. 9 flesta virka daga. Sóknarprestur er sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Kirkjan er opin alla daga kl. 9 til 18.
Helgihald
Guðsþjónustur
Jafnan er messað í Skálholtsdómkirkju alla sunnudaga kl. 11 og á hátíðum. Sóknarprestur er sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir.
Allt árið um kring eru haldnar athafnir í Skálholtskirkju, en helgihald er sérstaklega umfangsmikið um jól- og páskahátíðirnar, á Uppstigningardegi og Hvítasunnudegi.
Skálholtshátíð er haldin hátíðleg árlega og var fyrst haldin árið 1954. Hátíðin er ávallt haldin helgina næst Þorláksmessu að sumri, 20. júlí. Þá er boðið til veislu í Skálholtskirkju með helgihaldi og tónlist. Pílagrímar ganga til hátíðarmessu.