top of page

Boðunardagur Maríu í messu 17.mars

Updated: Jun 10

Við höldum boðunardag Maríu guðsmóður með messu sunnudaginn 17. mars kl. 11. Barnastarf verður samhliða, byrjar stutt í kirkjunni og svo fara börnin í föndur í Gestastofu undir umsjá Bergþóru Ragnarsdóttur. Messan er frábrugðin föstumessu vegna þess að þá er sungin dýrðarsöngur og skrúðinn er hvítur. Félagar úr Skálholtskórnum syngja.

Boðunardagurinn er réttilega 25. mars því þá eru níu mánuðir til jóla, fæðingarhátíðar Frelsarans. Hann er venjulega haldinn á miðföstu og það er 17. mars í ár. Kaffi og súpa í Gestastofunni eftir messu.

Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Jón Bjarnason.

Verið öll hjartanlega velkomin.

0 views0 comments

Opmerkingen


bottom of page