Skálholtshátíð 20. - 23. júlí 2023 „Grasið visnar sagan vex“
Fimmtudagur 20. júlí, Þorláksmessa á sumar
Kl. 9.00. Tíðargjörð í Skálholtsdómkirkju
Kl. 10.00. Útimessa við Þorlákssæti. Safnast saman á kirkjutröppunum og gengið þaðan að Þorlákssæti (350 m).
Kl. 11.00. Sögurölt um heimatorfuna.
Kl. 12.00. Skata á veitingatstaðnum Hvönn í Skálholti.
Kl. 13.30. Pílagrímaganga á Þorláksleið. Gengið frá Veitingastaðnum Hvönn og af hlaðinu suður um Skálholtsbúðir að Stekkatúni við Hvítá og yfir að Þorlákshver við Brúará. Kaffi og kleinur í áningu. (tæplega 7 km hringur). Í anda pílagrímahefðar eru hlutar leiðarinnar gengnir í þögn og íhugun.
Kl. 18.00. Tíðargjörð í Þorláksbúð.
Föstudagur 21. júlí, vígsludagur Skálholtsdómkirkju 1963
Kl. 9. Tíðargjörð í Skálholtsdómkirkju.
Kl. 13.00. Hádegisverður á veitingastaðnum Hvönn.
Kl. 14.00 Málþing um 12. aldar siðbótina, kirkjuvaldsstefnuna og Þorlák helga Þórhallsson.
Fyrirlesarar: Dr. Heidi Anett Øvergård Beistad frá Stiklastöðum í Noregi, dr. Elizabeth Marie Walgenbach frá Árnastofnun og dr. Helgi Þorláksson, fv. prófessor við HÍ. Málþingið er að hluta á ensku. Haldið í sal Skálholtsskóla í samvinnu við Skálholtsfélag hið nýja.
Kl. 18.00. Tíðargjörð í Skálholtsdómkirkju.
Laugardagur 22. júlí
Kl. 9.00. Tíðargjörð í Skálholtsdómkirkju.
Kl. 10 - 12. Málþing um Gervigreind og trú. Seminar á ensku.
Fyrirlesari: Dr. Antje Jakelén, fv. erkibiskup Svíþjóðar.
Málstofustjóri: Bogi Ágústsson, formaður Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar. Haldið í samstarfi við Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnun HÍ.
Kl. 12.00. Hádegisverður á Hvönn.
Kl. 13.30 - 14.30. Útgáfumálþing í Skálholtsskóla. Ný bók um Skálholt og tyrkjaránið, "Turbulent times", eftir Adam Nichols og Karl Smára Hreinsson, með formála eftir sr. Kristján Björnsson.
Frummælandi: Adam Nichols heldur erindi um tilurð verksins og mikilvægi Skálholts á þessum kafla mannrána í sögu Evrópu.
Fyrirlesari: Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur.
Málstofustjóri: Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup.
Kl. 16.00. Hátíðartónleikar Skálholtshátíðar 2023 á 60 ára vígsluafmæli Skálholtsdómkirkju. Ávarp ráðherra. Flutt verður fjölbreytt og hátíðleg tónlist. Má þar nefna konsert fyrir tvo trompeta og hljómsveit eftir Antonio Vivaldi, verk eftir Handel, Bruckner, Þorkel Sigurbjörnsson, César Franck og fleiri.
Flytjendur eru Kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls, Kirkjukórar Odda og Þykkvabæjarkirkju, Kirkjukór Landeyja og Skálholtskórinn. Organistarnir Guðjón Halldór Óskarsson og Jón Bjarnason stjórna kórunum.
Hljóðfæraleikarar: Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Laufey Jensdóttir fiðluleikari, Anna Elísabet Sigurðardóttir víóluleikari, Margrét Árnadóttir sellóleikari, Richard Korn kontrabassaleikari, Jóhann I. Stefánsson trompetleikari, Vilhjálmur Ingi Sigurðarsson trompetleikar, Jón Bjarnason organisti, Guðjón Halldór Óskarsson organisti, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Gísli Stefánsson bariton.
Kl. 18.00. Tíðargjörð í Skálholtsdómkirkju.
Sunnudagur 23. júlí, Skálholtshátíð
„Grasið visnar sagan vex“
Kl. 9.00. Tíðargjörð í Skálholtsdómkikju.
Kl. 11.00. Orgeltónleikar Jóns Bjarnasonar. J. S. Bach í Skálholtsdómkirkju.
Kl. 14.00. Hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju. Sextíu ára vígsluafmæli kirkjunnar. Jesús segir: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.“ Skálholtskórinn syngur. Organisti er Jón Bjarnason. Trompetleikarar eru Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni, dómkirkjupresti, sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, prófasti, sr. Maríu Rut Baldursdóttur, presti, og sr. Gísla Gunnarssyni, Hólabiskupi. Lesarar verða Kristín Ingólfsdóttir, fv. rektor HÍ og stjórnarmaður Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju, og Þórarinn Þorfinnsson, formaður sóknarnefndar Skálholtssóknar.
Kl. 15.00. Kirkjukaffi í boði Skálholtsstaðar á veitingastaðnum Hvönn. Afmæliskaffi kirkjunnar.
Kl. 16.00. Hátíðardagskrá í Skálholtsdómkirkju. Grasið visnar sagan vex.
Ávarp ráðherra.
Ávarp: Þorsteinn Pálsson, fv. ráðherra, formaður stjórnar Skálholts.
Hátíðarerindi: Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og fréttamaður.
Erindi um kirkjuna á 60 ára vígsluafmælinu: Pétur H. Ármannsson, arkitekt.
Ávarp: Dr. Antje Jakelén, fv. erkibiskup Svíþjóðar.
Skálholtskórinn og fleiri kórar syngja og hljóðfæraleikarar spila undir stjórn Jóns Bjarnasonar, organista. Vígslubiskup stýrir dagskrá og segir fréttir.
Kl. 18.00. Tíðargjörð í Skálholtsdómkirkju.
Allir þættir hátíðarinnar eru opnir öllum og enginn aðgangseyrir er að hátíðinni. Sumir þættir hennar fara fram á ensku. Málsverði og kaffiveitingar er hægt að kaupa á Veitingastaðnum Hvönn í Skálholti alla dagana og gisting er á Hótel Skálholti.
Skálholtsstaður býður öllum í veglegt kirkjukaffi eftir hátíðarmessu sunnudagsins í tilefni af 60 ára vígsluafmælis kirkjunnar og endurnýjunar hennar.
Fyrri hluti yfirskriftarinnar, "Grasið visnar sagan vex" er sóttur í 40. kafla Jesaja líkt og gert var við vígslu kirkjunnar 21. júlí 1963. Stefið kemur einnig fram í þjóðsöngnum okkar og ótrúlega víða í bókmenntum, sálmum og ljóðum. Mikil áhersla er á sögurannsóknir á Skálholtshátíð 2023. Er síðari hluti yfirskriftarinnar byggður á því hvernig sagan vex með okkur á hverju ári en mest þegar við rannsökum sögu og minjar og sjáum á henni nýjar hliðar. Sagan vex líka með útgáfu erinda og bóka. Óvíða er meiri þekking til staðar á sögunni en í því sem tengist Skálholti og sannast það enn á þessari hátíð.
Komentáře