top of page

Feðradagurinn í Skálholti 12.nóv

Updated: Jun 10

Tólfti nóvember er feðradagurinn á Íslandi og víðar um lönd. Svo skemmtilega vill til að rétt hálft ár er á millli mæðradagsins 2. sunnudag í maí og feðradagsins 2. sunnudag í nóvember. Sunnudagsmessan í Skálholtsdómkirkju verður helguð feðrum og föðurímyndinni og hefst kl. 11. Dagurinn er einnig kristniboðsdagurinn í kirkjunni okkar og verður það þema dagsins líka. Allir eru hjartanlega velkomnir. Jón Bjarnason er organisti og sr. Kristján Björnsson, biskup, prédikar og þjónar fyrir altari. Molasopi og spjall eftir messu.

Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að hér er ekki verið að tala um ættfeðraveldið sem var á margan hátt og eðlilega gagnrýnt í dagskrá kvennadagsins. Það er gamalt þjóðfélagsfyrirbæri en enn eldra eru þó hin upprunalegu hlutverk föður og móður.

Myndin er af verki steinsmiðanna í Skálholti en einsog marga minnir var Jósef steinsmiður eða húsasmiður og mun hafa kennt Jesú handverkið. Jósef er verndardýrlingur feðra í kaþólsku kirkjudagatali.


0 views0 comments

Comments


bottom of page