top of page

Fjölröddun frá 14.öld - Cantores Islandiae með tónleika í Skálholtskirkju 11.mars kl 20:00

Updated: Jun 10, 2024


Sönghópurinn Cantores Islandiae heldur tónleika í Skálholtskirkju 11. mars kl 20:00. Tónleikarnir eru ókeypis og öll eru velkomin.


Á tónleikum í Skálholtskirkju kl. 20 mánudaginn 11. mars 2024 verður flutt Maríumessa (fr. Messe de Nostre Dame) eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut. Maríumessa Machauts er eitt helsta meistaraverk miðaldatónlistar og framúrskarandi dæmi um sérstæða fjölröddun sinnar tíðar, sem er afar ólík þeirri fjölröddun sem síðar þróaðist í vestrænni tónlist.


Á tónleikunum verður einnig fluttur gregorssöngur sem ásamt messu Machauts myndar eina heild. Á tónleikunum munu miðaldafiðla, blokkflautur og endurreisnarbásúnur (sackbut) hljóma með kórsöngnum.

Sönghópurinn Cantores Islandiae flutti messuna í Kristskirkju í ágúst í fyrra og var það í fyrsta sinn sem verkið var sungið hér á landi. Ágúst Ingi Ágústsson hefur stjórnað hópnum frá stofnun hans árið 2018. Hópurinn leggur sig eftir gregorssöng og tónlist fyrri alda.


Flytjendur auk Cantores Islandiae eru: Lilja Dögg Gunnarsdóttir, mezzósópran, Helga Aðalheiður Jónsdóttir, blokkflautur, Hildigunnur Halldórsdóttir, miðaldafiðla, Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir, sackbut, Jens Bauer, sackbut.



Comentarios


bottom of page