Föstumessur verða haldnar í Mosfellskirkju í Grímsnesi alla miðvikudaga frá öskudegi fram að páskum. Messurnar hefjast kl 20:00 og er lokið fyrir kl. níu.
Þetta hefur verið hátturinn í mörg undanfarin ár. Lesinn verður upp passíusálmur dagsins og predíkað út frá þeim hluta píslarsögunnar sem sr. Hallgrímur yrkir um. Gefandi stund og altarisganga.
Sr. Axel Árnason Njarðvík sér um helgihaldið flesta miðvikudaga. Sr. Kristján Björnsson messar miðvikudaginn 21. febrúar við upphaf Imbrudaga.
Comments