top of page

Góðir gestir í Skálholti

Cláudio Carvalhaes guðfræðingur er staddur á landinu í tengslum við guðfræðiráðstefnu um skapandi helgihald og umhverfismál. Hann kom við í Skálholti ásamt eiginkonu sinni Katie Perella. Þau fengu leiðsögn um kirkjuna og þáðu hádegisverð á veitingastaðnum Hvönn.

Cláudio Carvalhaes er guðfræðingur og sérfræðingur í helgihaldi. Hann er listamaður og leikskáld sem lætur sér annt um jörðina og hugsar á skapandi hátt um umhverfismál. Carvalhaes ólst upp í São Paulo í Brasilíu en er í dag prófessor á sviði helgihalds við Union Theological Seminary í New York. Haustið 2023 fékk Carvalhaes viðurkenningu sem Skapandi leikskáld (e. The Most Creative Play) á The New York Theater Festival. Viðurkenninguna fékk hann fyrir leikritið When Wajcha Meets Pachamama.


Dr. Cláudio Carvalhaes lauk doktorsgráðu í Helgisiðafræðum og guðfræði frá Union Theological Seminary í New York City árið 2007. Áður hafði hann lokið meistaragráðu í guðfræði, heimspeki og sögu frá Methodist University í Sao Paulo og einnig lauk hann embættisprófi í guðfræði frá the Independent Presbyterian Theological Seminary (Sao Paulo, Brazil) árið 1992.


Dr. Carvalhaes kom til Union Seminary árið 2016, en áður hafði hann kennt við McCormick Theological Seminary, Lutheran Theological Seminary í Fíladelfíu og Louisville Presbyterian Theological Seminary.


Hann er staddur á Íslandi sem aðalfyrirlesari á guðfræðiráðstefnu um um skapandi helgihald og umhverfismál fimmtudaginn 26. og föstudaginn 27. september í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Ráðstefnan er haldin af Prestafélagi Íslands með styrk frá Starfsþróunarsetri BHM.




3 views0 comments

コメント


bottom of page