top of page

Hátíðlegir jólatónleikar í Skálholti 13.des kl 20:00

Updated: Jun 10

Hátíðlegir jólatónleikar haldnir í Skálholtsdómkirkju miðvikudaginn 13. desember kl 20:00. Dásamlegar perlur jóla og aðventutónlistar sem koma öllum í jólaskap.


Skálholtskórinn og Sönghópurinn Veirurnar leiða saman hesta sína og syngja saman þessa yndislegu jóla- og aðventutónlist og hljómar svo vel í þessu frábæra tónlistarhúsi sem Skálholtskirkja er.

Jóhann Stefánsson leikur á trompet, Matthías Birgir Nardeau leikur á óbó og Margrét Hrafnsdóttir syngur einssöng.


Margrét Hrafnsdóttir stjórnar sönghópnum Veirunum og Jón Bjarnason organisti stjórnar Skálholtskórnum.


Aðgangseyrir er 3000 kr, ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. Miðasala á tix.is og við innganginn.


Hægt er að smella á hlekkinn til að kaupa miða:




1 view0 comments

Comments


bottom of page