Vegna veðurs hafa sóknarprestur, vígslubiskup og sóknarnefndir ákveðið að fella niður messur á jóladag í Skálholtsprestakalli. Messur sem áttu að vera í Miðdalskirkju kl 11.00, Þingvallakirkju og Skálholtsdómkirkju kl 14.00 verða allar felldar niður.
Sóknarbörn eru beðin um að fara varlega í þeim stormi sem nú geisar. Jafnframt óskum við ykkur gleðilegra jóla.
Comentarios