Prestsþjónustan í Skálholtsprestakalli næstu vikur
- perlamariakarlsdot
- Jul 1, 2023
- 1 min read
Updated: Jun 10, 2024
Vegna veikindaleyfis sóknarprestsins, sr. Dags Fannars Magnússonar, munu sr. Jóhanna Magnúsdóttir og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, þjóna í prestakallinu. Það verður vonandi stutt í það að sr. Dagur komi aftur til starfa en þannig er afleysingin hugsuð núna næstu vikur: Sr. Kristján þjónar í júlí fram yfir Skálholtshátíð og síðan mun sr. Jóhanna taka við og messar frá 30. júlí og fram í ágúst og eftir því sem þarf. Sunnudaginn 6. ágúst mun þó Guðmundur Brynjólfsson, djákni, halda guðsþjónustu í Skálholti. Allar messurnar og guðsþjónustan eru kl. 11 á sunnudögum nema hátíðarmessan á Skálholtshátíð sem er kl. 14 þann 23. júlí.
Til að hafa uppá presti þessar vikurnar í afleysingu má ná í sr. Kristján í síma 856 1592 og í netfanginu biskup@skalholt.is og upplýsingarnar um sr. Jóhönnu eru sími hennar, 895 6119, og netfang: johanna.magnusdottir@gmail.com Ef bóka þar athafnir fram í tíma er hægt að hafa samband við þessa presta eða í netfanginu herdis@skalholt.is hvað varðar Skálholtsdómkirkju.
Þá er rétt að nefna það að hægt er að hringja í prestana vegna viðtals eða varðandi alla prestsþjónustu og sálgæslu á þessu tímabili. Á hverjum tíma er prestur á vakt í Árnesþingi með síma sem bæði lögregla og sjúkahús hafa hjá sér.
Myndin er af sr. Jóhönnu Magnúsdóttur en hún ætti að vera af góðu kunn og þekkir prestakallið bæði vegna afleysinga í námsleyfi sr. Egils Hallgrímssonar 2017 og einnig sem prestur á Sólheimum um tíma.
Comments