top of page

Pílagrímaganga í Skálholti

Updated: Jun 10

Hin árlega pílagrímaganga verður gengin frá Reynivallakirkju í Kjós að Þingvallakirkju til Skálholtsdómkirkju á Skálholtshátíð. Leiðinni er skipt upp á fjóra göngudaga frá fimmtudeginum 20. júlí til sunnudagsins 23.júlí og hefjast göngurnar kl. 9 alla daganna. Göngudagarnir eru mislangir en hverjum er frjálst að skrá sig og ganga eina dagleið eða part úr dagleið


Dagur 1. Reynivallakirkja kl. 9 að Stíflisdal (við brúna) Dagur 2. Stíflisdalur að Þingvallakirkju. Dagur 3. Þingvallakirkja að Neðra Apavatni. Dagur 4. Neðra Apavatn inn í Skálholtsdómkirkju.


Gangan er fólki að kostnaðarlausu en gert er ráð fyrir að fólk finni sér gistingu sjálft. Útbúnaður og nesti er á ábyrgð hvers og eins.

Hluti göngunnar er gegnin í kyrrð og við hverja áningu er stutt íhugun, bæn eða ritningarlestur. Hver gengur á sínum hraða í þögn eða spjalli, allt eftir vilja hvers og eins.


Löng hefð er fyrir pílagrímagöngu frá Þingvöllum til Skálholts á Skálholtshátíð sem haldin er árlega í kring um Þorláksmessu að sumri 20. júlí. Einnig hefur verið gengið frá öðrum stöðum að Skálholtsdómkirkju í gegnum tíðina. Fyrir nokkrum árum var byrjað að ganga frá Reynivallakirkju í Kjós að Þingvallakirkju.


Göngustjórar pílagrímagöngunnar eru hjónin sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós (gsm. 865 2105) og Rúnar Vilhjálmsson.




Í ár er vegleg hátíðardagskrá í Skálholti í tilefni af 60 ára afmæli Skálholtsdómskirkju. Nánar um dagskrá Skálholtshátíðar má sjá á www.skalholt.is


Nánar um Pílagrímagöngur. Pílagrímagöngur eru hluti af hinum kristna menningararfi. Þau sem ferðast til heilagra staða eru kallaðir pílagrímar. Þetta orð er komið úr miðaldalatínu (pelegrinus) en á rætur í klassískri latínu (peregrinus, útlendingur). Slíkar göngur eru farnar af misjöfnum ástæðum; í þakkargjörð, í yfirbótarskyni eða af trúarlegum og/eða menningarlegum áhuga. Gengið er í áföngum en hlé eru notuð til bænahalds, ritningarlesturs eða til íhugunar og kyrrðar. Sjö lyklar pílagrímsins eru: Frelsi, Einfaldleiki, Rósemi, Kyrrð (Þögn), Æðruleysi, Samkennd og Andlegur vöxtur. Þessir lyklar verða sérstaklega íhugaðir með þeim hætti sem hver og einn kýs.

10 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page