top of page

Sendiherra Japans í heimsókn í Skálholti

Updated: Jun 10, 2024

Sendiherra Japans, Ryotaro Suzuki, kom í opinbera heimsókn í Skálholts á dögunum. Sendiherrann Suzuki og aðstoðarkona hans Akane Kutsuzawa fengu leiðsögn um Skálholtsstað hjá Herdísi Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Skálholts. Farið var vítt og breitt um sögu Skálholsstaðar, kirkjan skoðuð, safnið í kjallara kirkjunnar og fornleifasvæðið. sr. Kristján Björnsson vígslubiskup fór yfir bókmenntaarf Skálholtsstaðar og sýndi gestunum merkilegan bókakost staðarins og ræddi um fyrirhugaða opnun bókasafns og prentsöguseturs.


Að lokinni leiðsögn lék Jón Bjarnason organisti ýmis óskalög á orgelið, þar á meðal Yesterday með Bítlunum, og þjóðsöng Japans og Lofsönginn.


Skálholtskirkja skartaði sínu fegursta en sólin skein í gegnum steinda gluggana og varpaði litríkri birtu um alla kirkju.


Boðið var upp á hádegisverð á Veitingastaðnum Hvönn þar sem Bjarki Sól reiddi fram þriggja rétta máltíð þar sem gestir fengu mat úr héraði með alþjóðlegu yfirbragði. Sendiherranum voru færðar góðar gjafir, bæði matargjafir frá veitingastaðnum Hvönn á borð við kombucha og kimchi en einnig tvær bækur sem tengjast Skálholti. Fyrri bókin er Turbulent Times - Skálholt and the Barbary Corsair Raids on Iceland in 1627, eftir Karl Smára Hreinsson og Adam Nichols. Bókin segir frá Tyrkjaráninu og tengslum Skálholts við lausn þeirra sem rænt var frá Vestmannaeyjum. Seinni bókin er Skálholt - Excavations of a Bishop's Residence and Shcool ca 1650-1790 Volume 1. The site eftir Gavin Lucas og Mjöll Snæsdóttur. Þar má lesa um fornleifauppgröftinn sem unninn var í Skálholti á tímabilinu 2002-2007.


Við þökkum Roytaro Suzuki og Akane Kutsuzawa kærlega fyrir komuna og fyrir auðsýndan áhuga á Skálholti.




Comments


bottom of page