Spádómakertið í fyrstu aðventumessu
- perlamariakarlsdot
- Nov 29, 2023
- 1 min read
Updated: Jun 10, 2024
Fyrsti sunnudagur í aðventu verður hátíðlegur og hefst með fjölskyldumessu og barnasamveru í kirkjunni á sama tíma, kl. 11 sunnudaginn 3. desember. Bergþóra Ragnarsdóttir, djáknakandídat leiðir samveru með börnunum í messunni og þau fá föndurhornið sitt vestast í kirkjunni meðan messan heldur áfram. Biblíumyndir og söngur við þeirra hæfi líka. Við byrjum að tendra spádómakertið á aðventukransinum og syngjum um það. Aðventan er koma Drottins, að jólin nálgast: "Sjá, konungur þinn kemur til þín."
Jón Bjarnason er organistinn og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, þjónar fyrir altari og prédikar. Altarisganga. Almennur söngur. Kaffisopi á eftir í Gestastofunni.
Commentaires