top of page

Söfnun í flygilsjóð í fullum gangi

Söfnun í flygilsjóð Skálholtsdómkirkju er nú í fullum gangi. Þegar hefur safnast vænn sjóður, aðallega frá Kirkjusjóð Laugarvatns en einnig með frjálsum framlögum sveitunga og tónleikagesta. Í lok síðasta árs bættist heldur betur í sjóðinn en Kristín Bjarnadóttir gaf 1 milljón í minningu Helgu Ingólfsdóttur. Einnig gaf fráfarandi Ríkisstjórn Íslands 4 milljónir í söfnunina. Nú eru tæpar 13 milljónir í sjóðnum. Jón Bjarnason organisti í Skálholtsdómkirkju stýrir verkefninu en stefnt er að því að kaupa flygil í hæsta gæðaflokki í kirkjuna og því verður Steinway fyrir valinu. Svo heppilega vildi til að Salurinn í Kópavogi hyggst selja Steinway flygil sinn og hafa samningar tekist um að Skálholtsstaður kaupi þann flygil á 16 milljónir, og erum við því mjög nærri því að ná takmarkinu.


Laugardaginn sl 5 apríl hélt Jón Bjarnason fjáröflunartónleika í Salnum þar sem hann lék ýmis verk á flygilinn góða. Þar kom Skálholtskórinn einnig fram ásamt Karlakór Selfoss, auk söngkonunnar Sigríðar Óskar Kristjánsdóttur, Jóhanns Ingva Stefánssonar trompetleikara og Matthíasar Nardeau óbóleikara.


Hægt er að leggja verkefninu lið með því að gefa í flygilsjóð kirkjunnar; 0133-15-001647 á kennitölu 610172-0169.






 
 
 

Comments


bottom of page