Í apríl og maí verður mikið um að vera í Skálholti. Boðið verður upp á fjölda tónleika í kirkjunni og fræðsludagskrá þar sem öll ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Dagskráin er fjölbreytt en nánari lýsingu má lesa á hverjum viðburði fyrir sig hér.
Miðvikudagur 17. apríl kl 20:00
Vortónleikar Vörðukórsins - Fjölbreytt söngdagskrá í anda vorsins
Miðaverð 4000 kr - miðasala við innganginn
Laugardagur 20 apríl kl 10:00
Tónleikar Tónlistarskóla Árnesinga - Þema tónleikanna er Eurovision!
Aðgangur ókeypis!
Miðvikudagur 24. apríl kl 18:00 og kl 20:30
Vortónleikar ML Kórsins - Fjölbreytt lög sem koma öllum í sumarskap!
Miðaverð 4000 kr - forsala hjá ML kórnum
Laugardagur 27. apríl kl 16:00
Kirkjukór Hvammstanga og Vörðukórinn sameinast - "Þér birtist vor á ný"!
Miðaverð 4000 kr - miðasala við innganginn
Sunnudagur 28. apríl kl 13:00
Söngstund með Karlakórnum Stefni - Létt sönglög
Aðgangur ókeypis
Föstudagur 3. maí kl 18:00
Ása og Ásta Soffía - Dægurflugur og tangó
Aðgangseyrir 2500 kr - rennur í Flygilsjóð Skálholtskirkju
Miðasala á Tix.is og við innganginn
Laugardagur 4. maí kl 9:30 að morgni
Fuglar í landi Skálholts - Fræðslu og söguganga um Skálholtstungu
Tómas Grétar Gunnarsson og Kristján Björnsson
Aðgangur ókeypis
Laugardagur 4. maí kl 17:00
Vortónleikar Karlakórs Selfoss - Vönduð og skemmtileg dagskrá
Aðgangseyrir 4000 kr - miðasala við innganginn
Sunnudagur 5. maí kl 13:00
Sellóveisla með Sellósveitinni Rúnu - Klassík í bland við rokk og spuna
Aðgangur ókeypis
Sunnudagur 5. maí kl 20:00
Kór Fjölbrautaskóla Suðurland - Skemmtileg vordagskrá
Laugardagur 11. maí kl 13:30
Samsöngur Kóra eldri borgara - 5 kórar koma saman og syngja
Aðgangur ókeypis
Miðvikudagur 8. maí kl 18:00
Þorláksleið vígð – Fræðslu og söguganga um Þorlák helga Þórhallsson
Ný Þorláksleið um Skálholtsjörð vígð, en leiðin hefur verið vörðuð með skiltum. Kristján Björnsson vígslubiskup leiðir gönguna og fræðir gesti um Þorlák helga Þórhallsson
Mæting við kirkjuna
Miðvikudagur 15. maí kl 18:00
Ragnheiðarganga – fræðslu- og söguganga um Ragnheiði Brynjólfsdóttur úr Skálholti.
Friðrik Erlingsson leiðir Ragnheiðargöngu um Skálholt og fer yfir ástir og örlög Ragnheiðar.
Mæting við kirkjuna.
Miðvikudagur 22. maí kl 18:00
Bjarni Harðarson leiðir göngu um Skálholtsstað og fer yfir sögu og sögupersónur Skálholtsstaðar. Gangan verður að hluta á ensku.
Mæting við kirkjuna.
Miðvikudagur 29. maí kl 18:00
Halldóra Kristinsdóttir frá Landsbókasafni fræðir gesti um Valgerði Jónsdóttur biskupsfrú. Fyrirlestur inni í kirkjunni og gengið um safn í kjallara kirkjunnar.
Mæting í kirkjunni.
Veitingastaðurinn Hvönn verður opinn frá 1 maí - Gestir eru hvattir til að kynna sér nýjan matseðil veitingastaðarins.
Hægt er að panta borð með því að senda póst á hotelskalholt@skalholt.is eða hringja í síma 486 8870.
Comments